Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 1
EIMREIÐINI
1
Jóhann Sigurjónsson
19. júni 1880 — 31. ágúst 1919.
Eftir Arna Pálsson.
I.
Haustið 1899 kyntist ég Jóhanni Sigurjónssyni fyrst.
Hann kom þá til Kaupmannahafnar til þess að nema dýra-
lækningar við landbúnaðarháskólann. Hann hafði aðeins
lokið fjórða-bekkjar-prófi, — lá svo mikið á að komast
út í heiminn, að hann gaf sér ekki tíma til þess að taka
stúdentspróf.
Það var ekki langrar stundar verk að kynnast Jóhanni,
að minsta kosti ekki að verða málkunnugur honum. Hann
var ekki myrkur í skapi og dró litt dul á fyrirætlanir sín-
ar, en þær voru hvorki fáar né smáar. Nám sitt ætlaði
hann sér að stunda, og það gerði hann í upphafi. En framar
öllu öðru ætlaði hann sér að verða skáld, stórskáld! Þar
að auki hatði hann ýmsar merkilegar uppgötvanir á prjón-
unum, því að auðugur vildi hann verða, stórauðugur! Mað-
urinn var í vigahug og einráðinn í því að láta heiminn
vita af sér og helst að ná honum öllum á sitt vald, ef
þess væri nokkur kostur. Það sagði hann hverjum, sem
heyra vildi, og það var honum áreiðanlega miklu meira
alvörumál, en flesta mun hafa grunað i fyrstu.
Hann var þá nítján ára gamall, fluggáfaður, manna fríð-
astur sýnum og sonur efnaðra foreldra, sem unnu honum
hugástum og trúðu á hann. Aldrei hefi ég þekt slíkt sjóð-
andi æskufjör í nokkrum lifandi manni sem honum. Eg
vissi aldrei svo dauflegt samsæti, að honum gæti ekki
tekist að vekja þar glaum og gleði, honum fylgdi altaf
andríki og hávaði, vit og vitleysa, einkanlega ef öl var á
könnunni. Hann gat faðmað menn og flogið á menn af
eintómum óviðráðanlegum lífsþrótt og lífsgleði. Hann var
furðu knár maður eftir vexti, en hitt bar þó frá, hvað
snarpur hann var á spretlinum, — miklu braustari menn
1