Eimreiðin - 01.01.1920, Page 3
EIMREIÐIN]
JÓHANN SIGURJÓNSSON
3
en hann var stóðust honum ekki snúning í sviftingum.
Hann gat unnið menn í einu vetfangi með merkilega hlýju
og ástúðlegu viðmóti, en líka hrundið mönnum frá sér
með óvarkárni og ónærgætni í orðum og athöfnum.
Þeir, sem leggja út í lífið með stórræði í huga og sterka
trú á sjálfa sig, eiga sjaldan óblöndnum vinsældum að
fagna þegar til lengdar lætur. Jóhann mun og nokkuð
hafa kent á því bæði fyr og síðar, og er slíkt ekki um-
talsmál. Hitt var meiri furða, hvað margir urðu til þess
að trúa á hæfileika hans, löngu áður en hann hafði sýnt
þá í verki, svo að kalla mætti. Þegar á fyrstu árum sín-
um í Höfn hafði hann hirð um sig, eða öllu heldur trúaðan
söfnuð, þar sem hann sjálfur var bæði prestur og for-
söngvari. Og safnaðarmennirnir voru áreiðanlega ekki hin-
ir lélegustu þeirra stúdenta, sem þá voru í Kaupmanna-
höfn. Einn þeirra var Guðmundur Benediktsson, óvenju-
lega vel gefinn maður »bæði til brjósts og bókar« og ó-
gleymanlegur öllum, sem hann þektu.
’l