Eimreiðin - 01.01.1920, Side 4
4
JÓHANN SIGURJÓNSSON
IEIMREIÐIN
II.
Vorið eftir að Jóhann hafði komið til Hafnar um haust-
ið, lýsti hann yfir því við vini sína, að hann ætlaði sér
að verða leikritahöfundur og semja rit sin á dönsku. Mér
er minnisstætt, þegar hann sagði mér frá þessari fyrirætl-
an sinni. Og ekki skal það orðum fegrað, að í mínum
augurn var hann þá Don Quixote, en eg var alráðinn í því
að verða ekki Sancho Panza.
Eg spurði hann, hverju það sætti að hann ætlaði sér
að verða leikritahöfundur, því að fram að þeim tíma hafði
hann eingöngu reynt sig sem ljóðskáld. Hann sagðist vita,
að hann gæti samið betri leikrit en nokkur maður í Dan-
mörku! Eg spurði hann þá, hvort hann treysti sér að
semja rit á dönsku svo að vel færi. Hann sagðist vita,
að hann gæti skrifað dönsku eins vel og nokkur dansk-
ur maður! Þá skildumst við að því sinni. —
Eg hygg, að þeir sem nú eru barnungir, geri sér ekki
ljósa grein fyrir, hvað mikið Jóhann færðist í fang, þegar
hann afréð að gerast rithöfundur á útlendu máli. Hann
braut isinn og síðan sigldu svo margir í kjölfar hans, að
nú þykir það ekki meiri tíðindum sæta, þó að ungir
íslendingar gerist danskir rithöfundar, heldur en þó að
þeir hafi skyrtuskifti. En þá var þetta óþekt og óheyrð
nýjung. Að vísu hafa íslenskir fræðimenn ritað margt á
dönsku á síðustu öldum, og hafa jafnvel ekki látið sér til
hugar koma að rita á móðurmáli sínu í tímarit, sem þó
fjalla mestmegnis um íslenska tungu og íslenskar bók-
mentir, og eru boðin og búin til þess að veita íslenskum
ritgerðum viðtöku. En enginn íslendingur hafði fram að
þeim tíma færst það í fang, að semja skáldrit á dönsku,
því að ekki er það teljandi, þótt einstaka íslensk skáld,
eins og t. d. Jónas Hallgrímsson, hafi orkt fáein dönsk
smákvæði. Það er líka sannast að segja, að það er meira
en meðalmannsverk að ná slíku valdi yfir útlendu máli,
að maður geti ritað það svo vel, að ströngustu kröfum
listarinnar sé fnllnægt. En þó mun það ekki hafa reynst
Jóhanni þyngsta þrautin. Hann náði slíkum tökum á