Eimreiðin - 01.01.1920, Page 5
EIMREIÐINl
JÓHANN SIGURJÓNSSON
5
dönskunni, að bestu ritdómarar Dana gerðu orð á því.
En ýmsar aðrar torfærur voru á leið hans, fult svo erfið-
ar og ískyggilegar.
það er ekki ofmælt, að það voru ekki eintómar heilla-
spár, sem fylgdu Jóhanni úr garði, þegar hann réðst í
þessa víkingsferð. Það hefir lengi verið kynfylgja íslenskra
stúdenta í Höfn, að þeir hafa haldið fast hóp og verið
hverir öðrum svo hjálpsamir, að um það mætti gera lang-
ar frásagnir, en ef einhver þeirra ætlar sér æðra sess en
hinum, þá er allra veðra von. Þó væri rangmæli að sá
ímugustur, sem margir höfðu á þessu fyrirtæki Jóhanns,
væri eingöngu af slíkum rótum runninn. Mörgum sárnaði
að ungur, gáfaður íslendingur skyldi segja sig í lög með
dönskum rithöfundum, töldu það eins konar liðhlaup.
Svo sem kunnugt er hafði það þá lengi tíðkast með Dön-
um, að draga hvern þann íslending, sem að einhverju
leyti hafði sýnt óvenjulega hæfileika, í sinn dilk og marka
hann sínu marki, eins og þeir við og við voru að telja
sér til ágætis þær framfarir, sem höfðu orðið hér eftir að
þeir hættu að stjórna landinu. Óhreinlætið og skrælingja-
skapurinn íslenski, sem dönskum blöðum varð stundum
svo tíðrætt um, fengu aftur á móti að halda þjóðerni sínu.
Á siðasta áratug hafa Danir lagt þessa óvenju niður að
mestu leyti, en þegar Jóhann afréð að gerast rithöfundur
á þeirra máli, var enn þá litinn bilbug á þeim að finna.
Það var því engin furða, þótt mörgum ungum íslending-
um stæði stuggur af öllu fóstbræðralagi við þá, og teldu
ísland fullsælt af pólitiskum viðskiftum við þá, þótt ekki
væri farið að blanda blóði við þá í bókmentum. Nokkurs
kulda mun Jóhann hafa kent af þessum rökum, en þó
voru aldrei verulega mikil brögð að því, enda var miklu
meira í hann spunnið en svo, að hann léti lagða sig, og
vinsældir hans miklu meiri en svo, að nokkur slík tilraun
gæti hepnast. Eg hygg líka, að það hafi tæpast verið van-
trú á Jóhanni sjálfum, hvorki á hæfileikum hans né ís-
lensku lunderni, sem olli þvi, að margir önduðu köldu að
honum í fyrstu, heldur annars konar vantrú, miklu ill-
kynjaðri og háskalegri, sem hefir fylgt íslendingum eins