Eimreiðin - 01.01.1920, Page 8
8
JÓHANN SIGURJÓNSSON
[EIMREIÐIN
hann ágætiseinkunn í afloknum greinum. Þess þarf ekki
að geta um svo bráðhuga og bráðþroska mann, að á þeim
árum orti hann feiknin öll af kvæðum. Sum þeirra lét
hann prenta í dagblöðum, en auðvitað var þetta aðeins
góugróður, sem hvarf fljótt og gleymdist bæði sjálfum
honum og öðrum.
Nú horfðist hann í fyrsta sinn í augu við alvöru lífs-
ins. Hann varð þess fljótt var, að listamannsbrautin er ekki
greiðfær, og áður en hann komst eitt fet áfram, hafði
hann fullreynt, að hann mundi þurfa að taka á öllu sínu
til þess að koma fram ferðinni yfir það torleiði. Hann
hafði trúað á skjótan og fullkominn sigur, en nú komst
hann í kynni við örðugleika, sem hann tæpast mun hafa
gert ráð fyrir, — heilan herskara af örðugleikum, sem
steðjuðu að honum úr öllum áttum og þyrptust í kring-
um hann. Hann tók ýmis verkefni til meðferðar, en gat
ekki ráðið við þau, þau voru honum ofurefli, uxu honum
yflr höfuð eða smugu úr höndum hans. Og hann laug
engu að sjálíum sér um það efni. Sjálfstraust hans var að
visu mikið, en hitt einkendi hann ekki síður, hvað hann
var óvenjulega kröfuharður við sjálfan sig, óvenjulega
strangur og miskunarlaus rannsóknardómari yfir sjálfum
sér. þó að hann í fyrstu væri ánægður með eitthvað, sem
hann hafði gert, þá var ekkert vissara en að hann innan
stundar mundi taka það til nýrrar meðferðar, og varð þá
oft endirinn sá, að hann rakti alt upp aftur og fitjaði svo
upp á ný. Þessi einstaka vandvirkni skapaði list hans,
en hún varð lika stundum að smámunalegri hótfyndni,
sem tafði ótrúlega mikið fyrir honum og spilti jafnvel
ritum hans á stundum.
Vitanlega var þetta þyngsta þrautin, að ala upp sína
eigin hæfileika, að láta svipuhögg sjálfsprófunarinnar
dynja á sjálfum sér, þangað lil hann gat int slíkt verk af
höndum, sem hann sjálfur var ánægður með. En þó varð
við mörgu öðru að sjá. Foreldrum hans og öðrum vanda-
mönnum mun ekki hafa verið það ljúft í fyrstu, er hann
hætti við námið og batt alla sína framtíð við svo »óbú-
sælt handverk« sem skáldskapinn. En þó er það sannast