Eimreiðin - 01.01.1920, Side 10
10
JÓHANN SIGURJÓNSSON
tEIMREIÐIN
framvegis veita öllu eftirtekt, sem kæmi frá penna höfund-
arins. Eg man eftir því, að Jóhann gladdist af þeim orðum.
Þrem árum seinna hafði hann lokið við annað rit,
Bóndann á Hrauni. Höfundurinn hafði nú miklu traustari
fótfestu en áður, því að nú var hann kominn heim til Is-
lands, heim á íslenskan bóndabæ, þar sem hann þekti
hvern krók og kyma. En þó var langt frá þvi, að sigur-
inn væri unninn með þessu leikriti. Höfundurinn hafði ekki
lagt verulega rækt við neina persónu leiksins nema aðal-
persónuna, Sveinunga bónda. Hann er gamall, stórgerður
og einráður búhöldur, og hefir höfundurinn lýst honum
af næmum skilningi og sterkri samúð. En Sveinungi byggir
hinum persónunum næslum því út af leiksviðinu. Jórunn
húsfreyja er að vísu einkend með fáum og skýrum drátt-
um, en um vinnufólkið verður ekki sama sagt og sjálfur
biðillinn, Sölvi grasafræðingur, kemur tæpast til greina í
leiknum. Þó var leikritið fult af einkennilegum skáldskap
og andríki, en sá var ljóður á, að sjálft andríkið varð
falskt og óeðlilegt í munni þess óbreytta alþýðufólks, sem
höfundurinn var að lýsa.
Þann sigur vann Jóhann þó í þetta sinn, að eitt af að-
alleikhúsunum í Kaupmannahöfn tók leikritið að sér og
lofaði að sýna það. En svo fór fyrir margvíslega vafninga
og vífilengjur, sem mér er ekki fullljóst, hverjum var að-
allega um að kenna, að inn á leiksviðið komst leikurinn
ekki fyr en mörgum árum seinna, og var hann þá sýnd-
ur á konunglega leikhúsinu. Hann komst því ekki heldur
á prent á dönsku fyr en þá, en á islensku kom hann út
þá þegar (1908), og var leikinn hér í Reykjavík um vet-
urinn eftir. Leikritið hlaut víst yfirleitt góðar viðtökur hér,
og Einar Hjörleifsson skrifaði ritdóm um það af góðvild
og skilningi. En hvað hjálpar það íslenskum manni í út-
löndum, þótt hann hljóti nokkra viðurkenningu hér úti á
íslandi? Hann er jafnberskjaldaður eftir sem áður, en nú
var sú stund komin, að Jóhann þurfti að vinna sigur,
helst fullan úrslita-sigur, á þeim útlenda vettvangi, sem
hann hafði sjálfur valið sér.
Eg man eftir því, að skömmu eftir að Jóhanni hafði