Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 11
EIMREIÐIN]
JÓHANN SIGURJÓNSSON
11
tekist að koma leikriti sínu á framfæri við Dagmarleik-
húsið, varð umrætt um þau tíðindi í hóp nokkurra ís-
lenskra stúdenta. Menn voru að tala um, að þetta mundi
vera í fyrsta sinn, að íslenskt leikrit yrði sýnt í útlönd-
um. En þá gall einhver við, »að best væri nú að heyra lófa-
klappið fyrst«. Þau orð loða í eyrum mér enn þann dag
í dag, bæði vegna þess að þau eru ósvikin íslenska, en
þó ekki síður vegna hins, að þau lýsa prýðilega vel af-
stöðu íslenskra stúdenta til Jóhanns um þær mundir.
Margir þeirra voru góðir félagar hans, en eg sé enga á-
stæðu til að draga dul á það, að í augum flestra þeirra
var hann þá orðinn vonarpeningur.
En einmitt þá fóru sumir þeir, sem þektu Jóhann best,
að hafa fulla trú á honum. Pað kom fyrst í ljós, þegar
verulega harðnaði í ári fyrir honum, að þetta örlynda og
óvarkára augnabliksbarn bjó yfir hörðum, ósveigjanlegum
viljakrafti. Það var engin furða, þótt þeir sem lítið þektu
hann, héldu að hann væri ekkert annað en óstöðuglynd-
ur og óráðinn ofurhugi. Veðrabrigðin i tilfinningalífi hans
voru oft snögg og komu mönnum á óvart. í íslensku
pólitíkinni, sem þá var eins og óslökkvandi eldur í stú-
dentanýlendunni í Kaupmannahöfn, var hann t. d. alt
annað en stefnufastur, og oft var það gersamlega undir
augnabliks skaplyndi hans komið, hvernig hann dæmdi
um menn og málefni. En sannleikurinn var sá, að í raun
og veru skeytti hann lítið um flest annað en þetta eina,
sem honum var hugfast seint og snemma, 1 vöku og svefni:
að ná því takmarki, sem hann hafði sett sér, — að verða
víðfrægur rithöfundur og semja ódauðleg listaverk. Hann
trúði því bókstaflega, að hann væri til þess í heiminn
fæddur, og hann hélt dauðahaldi um þá trú, hvað sem á
dundi. Hann tók það ótrúlega sárt, ef hann varð þess
var, að menn höfðu vantrú á bæfileikum hans og sýndi
þá oft litla skapstillingu. En sjálfstraust hans veiktist ekki
og vilji hans bilaði ekki fyrir það. Um þessar mundir
hafði hann strauminn í fangið að flestu leyti, rit hans
höfðu ekki aflað honum þeirrar viðurkenningar, sem hann
hafði gert sér svo miklar vonir um, hann vissi að flestir