Eimreiðin - 01.01.1920, Page 19
eimreiðin] JÓHANN SIGDRJÓNSSON 19
hann sendi Skirni 1910. Eitt þeirra nefndist Bikarinn,
yndislegt smákvæði, kyrlátt og þungbúið og alveg yfir-
lætislaust. Af því að eg veit, að fáfr hafa tekið eftir því,
vil eg leyfa mér að prenta það hér upp aftur.
Einn sit eg yflr drykkju
aftaninn vetrarlangan,
ilmar af gullnu glasi
gamalla blóma angan.
Gleði sem löngu er liðin
lifnar í sálu minni.
Sorg sem var gleymd og grafin
grætur i annað sinni.
Bak við mig biður dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
heltan fullan af myrkri.
t*egar dauðinn tók hann, urðu íslenskar bókmentir fyrir
óbætanlegu tjóni. Listamannsbraut hans varð ekki löng,
en það mun leiftra af henni langt fram í aldir. Aldrei
hefir ungur íslendingur orðið honum jafnfrægur. Og eng-
inn hefir borið nafn íslands víðar um veröldina, en hann.
Þeir sem kyntust honum, gleyma honum aldrei. Hann
hafði vissulega sína galla, ekki síður en aðrir menn. En
hann var ólikur öllum öðrum. Og á bestu stundum hans
skein sól og sumar alt í kringum hann.
Skrifað í október 1919.
*2