Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 28
28
(EIMREIÐIN
Bolsjevismi
eða
Lýðstjórnarhreyfingin á Rússlandi.
Eggjaði skýin Öfund svört
þá upp rann morgunstjarna:
»Byrgið þið hana, hún er of björt,
helvitið að tarna!« Stgr. Th.
Uppruni og Um fátt verður
próun bolsje- mönnum tíðrædd-
vismans. , , . .
ara nu 1 seinni tið
en lýðstjórnarhreyfingu þá á
Rússlandi, sem venjulega er
nefnd bolsjevismi, og þann
stjórnmálaflokk þar í landi,
sem í henni tekur þátt,
og nefndur er bolsjevíkar.
Orðið bolsjevismi er rétti-
lega viðhaft bæði um kenn-
ingar flokksins, sem eru
sósialismi (jafnaðarstefna),
eins og síðar skal vikið að
nánar, um markmið hans,
og aðgerðir hans síðan hann
komst til valda á Rússlandi í nóvember 1917. En orðin
bolsjevismi og bolsjevíki eru nú oft notuð í óljósum skilningi
og strákslegum tilgangi til þess að níða andstæðinga, æsa
upp fávíslega hleypidóma og villa mönnum sjónar, nákvæm-
lega eins og orðið lýðveldissinni var notað erlendis fyrir fimm
aldarfjórðungum, um og eftir stjórnarbyltinguna frönsku,
gerbreytingamaður (radikal) fyrir rúmri hálfri öld og sósíal-
isti fyrir rúmum fjórðungi aldar. Þessi orð voru notuð
sem brennimörk til þess að níða menn og ófrægja, en eru
nú höfð um allra virðingarverðustu menn, er hafa sér-
stakar stjórnmálaskoðanir. Þannig mun það verða um
orðið bolsjevíki. Grundvallarhugmyndir bolsjevismans eru
alvarlegar og vísindalegar og hugsjónir bolsjevíka svo ein-