Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 40
40
BOLSJEVISMI
[EIMREIÐItt
haldinu, að farið er að kalla heim nokkra af hinum
ensku hermönnum, er barist hafa á Rússlandi.
Viðreisnar-
viðleitni
bolsjevíka.
Líklega hefir engin stjórn nokkru sinni lagt
sig svo í líma til þess að bæta kjör þjóðar
sinnar og hefja hana á hærra stig eins og bol-
sjevíkar hafa gert á Rússlandi. En þeir hafa átt þungu
hlassi að aka. Keisarastjórnin lét þeim eftir slæman arf,
og fyrir utan styrjöldina við Þjóðverja hafa þeir sífelt átt
í hernaði innanlands við afturhaldsmenn þar, sem haft
hafa Bandamenn að bakhjarli, og nú í meir en ár vi&
Bandamenn sjálfa. Þrátt fyrir alt þetta hafa þeir komið
mentamálunum hjá sér í það horf, að samkvæmt skýrsl-
um þeirra, sem kunnugastir eru, standa þeir á því sviðt
engri þjóð að baki. Fræðsla er ekki veitt börnum einum
— sem jafnframt er gefinn matur í skólunum —, heldur
er allskonar alþýðufræðsla gefin í hinum nýju háskólum,
er þeir hafa sett á stofn, og þar eru haldnir alþýðufyrir-
lestrar og allskonar hókum útbýlt. Skáldið nafnfræga,
Maxim Gorky, sem um eitt skeið skrifaði af miklum
biturleik gegn bolsjevikum, snerist til liðs við þá, er
hann kyntist þeim betur, og er nú meðlimur í menta-
málastjórnínni. Hann hefir skýrt frá því á prenti, hvernig
hann snerist, og segir þar meðal annars: »Komandi kyn-
slóðir munu lita með undrun og aðdáun á hin stórkost-
legu menningarafrek, sem rússneski verkalýðurinn hefir
unnið á einu einasta ári«.
Nafnkunnur Englendingur, Dr. John Rickmann, fór tií
Rússlands með liknarsveit kvekara í september 1916 og
var þar þangað til í júní 1918, ferðaðist um endilangt
landið alla leið til Vladivostok og hafði eðlilega, vegna
starfsemi sinnar, mikið saman við allar stéttir manna að
sælda. Síðan hann kom aftur til Englands, hefir hann
ritað mikið og haldið marga fyrirlestra um ástandið á
Rússlandi og í hvívetna borið bolsjevíkum vel söguna.
Viðvíkjandi mentamálunum getur hann þess t. d., að1
1918 opnuðu þeir 1000 nýja skóla í Moskva einni saman,
og sama ár opnuðu þeir sex nýja háskóla. í nóvember