Eimreiðin - 01.01.1920, Side 43
EIMREIÐINI
BOLSJEVISMI
43
hvern dag í dýrðlegum fagnaði. Nú er liðinn fjórðungur
aldar síðan hann, í samvinnu með öðrum, stofnaði hinn
fyrsta félagsskap meðal sósialista á Rússlandi. Afleiðingin
of sliku athæfi varð sú, er við mátti búast. Hann var
hneptur í fange'si og sendur til Síberíu. Eftir að hann
hafði afplánað hegningu sína, hélt hann til í Lundúnum,
Múnchen og Genf, og var þar ritstjóri rússneskra verka-
mannablaða. fegar byltingartilraunin var gerð 1905, var
hann á Rússlandi, og meðan uppreistin stóð yfir, gaf
hann út í Pétursborg hið fyrsta blað sósíalista, er kom
út opinberlega þar í landi. Þegar uppreistin var bæld
niður, varð Lenin að flýja undan yfirvöldunum og slapp
til Finnlands. En þar munaði minstu að hinn langi armur
keisarans næði honum, og hélt hann nú til Svisslands,
•en dvaldi síðan um hríð á Póllandi. Hann var á Sviss-
landi frá því í byrjun ófriðarins þangað til eftir stjórnar-
byltinguna, að hann hvarf til Rússlands, eins og áður er
vikið að.
Trotzky, landvarnarráðgjafinn, hefir einnig unnið vel
og trúlega í þágu verkalýðsins. Hann var settur í fangelsi
fyrir að prédika sósíalisma á Rússlandi 1902 og sendur
til hálfs þriðja árs þrælkunar í Síberíu. Þaðan slapp
hann þó, og í byltingunni 1905 lét hann mikið að sér
kveða. Hann var varaformaður Fulltrúanefndar verka-
manna og ritstjóri blaðs þess, er hún gaf út. Nefndin
lifði í 56 daga, en þá lét keisarinn, sem sigrast hafði á
uppreistinni, handtaka alla nefndarmenn. Þeim var haldið
í dýflissu í 57 vikur án þess að mál þeirra væri prófað,
og þegar þeir voru að lokum leiddir fyrir dómstól, var
Trotzky einn af þeim, er sendir voru til Síberíu. Fyrir
frábæra dirfsku og snarræði slapp hann í annað sinn og
í þetta sinn áður hann kæmist alla leið á þrælkunarstöð-
ina. En nú tjáði ekki að hugsa til að staðnæmast á
Bússlandi. Hann slapp yfir landamærin, og eftir það,
1907, dvaldi hann erlendis og var fregnritari rússneskra
blaða. Báðir hafa þeir Lenin og Trotzky getið sér orðstír
«em sagnaritarar.
Tcliitcherine, sem verið hefir utanríkisráðgjafi síðan