Eimreiðin - 01.01.1920, Side 48
48
BOLSJEVISMI
[EIMREIÐIN
dvalið þar lengur eða skemur og oft hafa alveg sérstaka
þekkingu til brunns að bera. Sumir þessara manna eru
algerlega mótfallnir stefnu bolsjevíka — og það eru nátt-
úrlega allir, sem ekki eru sósíalistar —, en eru þó þeir
drengir að láta þá njóta sannmælis. Svo er t. d. um
belgiskan mann, Ernest Moulin, sem fór úr Rússlandi í
marsmánuði 1919 eftir að hafa dvalið þar i tuttugu ár.
Hann var upphaflega ráðunautur stjórnarinnar í búnaðar-
málum, en keypti síðan landeignir og mun seinni árin
hafa lifað af tekjunum af þeim. Þegar bolsjevíkar komust
til valda, tóku þeir jafnt hans land sem annara, og gerð-
ist hann þá fregnritari erlendra blaða þar til er hann
fór til Englands sem að ofan segir. í aprílmánuði ritaði
hann nokkrar greinar í Lundúnabláðið Daily Herald um
ástandið á Rússlandi, og 3. apríl segir hann meðal ann-
ars í því blaði:
»(1) Þessar sögur um ógurleg hryðjuverk, óstjórn og
otbeldi eru gífurleg ósannindi (monstrous falsifications).
Aldrei síðan stjórnarbyltinguna hefir jafngóðri reglu verið
haldið uppi á Rússlandi sem gert er á því svæði, er bol-
sjevíkastjórnin nær yfir.
(2) Að halda, að flokkar þeir og smáríki á Rússlandi,
sem nú eru að berjast við bolsjevíka, muni geta haidið
uppi betri reglu en þeir gera eða komið sér saman eða
friðað landið, er hin mesta fjarstæða og gengur í berbögg
við öll þau rök, er fyrir hendi liggja.
(3) Að ganga í lið með þessum flokkum og styðja þá
með vopnum og hergögnum getur með engu móti orðið
til þess að koma á friði.
(4) Til þess að rétta við fjárhag og atvinnuvegi Rúss-
lands stendur enginn jafn-vel að vígi sem bolsjevíkastjórn
sú, er nú situr að völdum.
(5) Það er einlægasta ósk þessarar stjórnar að færa sér
alla hjálp í nyt til þess að endurbæta á friðsamlegan hátt
atvinnuvegina í landinu og rétta við fjárhag þess«.
Svipuðum orðum fór hinn núverandi konsúll Frakka í
Newcastle, George Pigeoneau, um þetta efni eftir að hann
kom frá Kharkoff, þar sem hann hafði dvalið í fimm ár.