Eimreiðin - 01.01.1920, Side 49
EIMREIÐIN]
BOLSJEVISMI
49
Hann skrifaði um málið í Daily Herald, 5. maí 1919. En
enginn tekur þó jafndjúpt í árinni sem Douglas Young
/Herald, 14. desbr. 1918), er var konsúll Breta í Archan-
gel frá því í desember 1917 þangað til í ágúst 1918.
Hann fer miskunnarlausum orðum um framkomu bresku
stjórnarinnar gagnvart bolsjevíkum og um háttaiag enskra
hermanna á Rússlandi. Þess má þó geta, að hann er tal-
inn afturhaldssamur í pólitík.
Þessari rökleiðslu mætti halda áfram nálega endalaust.
Nóg efni er fyrir hendi til þess að fylla margar bækur.
Það, sem komið er, ætti þó að nægja til þess að sýna,
hvernig málið horfir við. En af því að ýmsir mentaðir
íslendingar munu kannasí við enska rithöfundinn Arthur
Ransome, má bæta hér við nokkrum orðum eftir hann.
Mr. Ransome var fregnritari Lundúnablaðsins Daily News
á Rússlandi frá tímum stjórnarbyltingarinnar og þangað
lil siðastliðið haust. Hann hefir ritað ágætar bækur um
byltinguna og um bolsjevismann, t. d. The Russian Revo-
lation og The Truth about Russia. í hinni síðarnefndu
beinir hann orðuin sínum til Vesturheimsmanna, og úr
henni eru eftirfarandi línur teknar:
»Enginn heldur því fram, að bolsjevíkar séu englar.
All, sem eg fer fram á, er, að menn horfi í gegnum róg-
mælaþokuna, sem umkringir þá, og sjái, að hugsjón sú,
er þeir eru að berjast fyrir á þann eina hátt, sem þeir
geta barist, er ein af þeim ljósum, er sérhver maður, sem
á ungt og heiðarlegt bjarta, grillir einhvers staðar á veg-
inum fram undan sér, en ekki meðal þeirra glæringa, er
hann snýr í burtu frá sem skjótast. Ef þessir menn, sem
myndað hafa nefndastjórnina [Soviet Government) á Rúss-
landi, verða að hníga í valinn, þá munu þeir falla með
óflekkaða skildi og ósaurguð hjörtu, því þeir hafa barisl
fyrir hugsjón, sem li/a mun löngu eftir að þeir eru gengnir.
Og jafnvel þótt þeir falli, hafa þeir samt sem áður skráð
eina blaðsiðu, sem djarfari er en nokkur önnur, er eg
man eftir í sögu mannkynsins. Þeir eru að rita hana
undir aurkasti frá öllum ódrengssálum í þeirra eigin
landi, í yðar landi og í mínu landi. En þegar þelta er
4