Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 50
50
BOLSJEVISMI
lEIMREIÐirc
utn garð gengið og fjandmenn þeirra hafa hrósað sigri,
mun aurinn líka hverfa eins og vofur í sólskini og blaðið^
verða eins hvítt eins og snjóbreiðurnar á Rússlandi og
letrið eins skínandi eins og gullhvelfingarnar, sem eg var
vanur að sjá glitra í sólarljósinu, þegar eg leit út uia
gluggana mina í Pétursborg.
Og þegar menn löngum tímum síðar lesa þessa blað-
síðu, munu þeir dæma yðar þjóð og mina þjóð, yðar
land og mitt land eftir þeirri hjálp, sem þau gáfu tif
Jiess, eða hindrun þeirri, sem þau lögðu i veginn fyrir
það, að hún yrði rituð«.
Líkt og þessum enska snillingi farast öðrum merkum
mönnum orð, þótt eigi séu þeir alment taldir bolsjevíkar.
Ameríski rithöfundurinn Wilson Harris — alkunnur fyrir
rit sín um Wilson forseta og hugsjónir hans — segir t, d. ~
»Bolsjevisminn er miklu öílugri máttur en almenningur
gerir sér Ijóst . . . hann er tröllaukið hugsjónarafl . . . að
minni ætlun er hann sterkasta hugsjónaraflið, sem brotist
hefir fram, síðan Kristur fæddist«. Maxim Gorky hefir
vitanlega nú, eins og áður er sagt, gengið í lið með bol-
sjevíkum, því þegar hann kyntist starfi þeirra, fann hann,
að þeir börðust einmitt fyrir hans eigin hugsjónum. En
þótt hann eigi nú heima í þeim herbúðunum, munu þó-
margir enn þá hika við að telja orð hans markleysu
eina. Og Gorky hrópar þannig til þjóðar sinnar og þjóð-
anna úti um öll lönd: »Fylgið oss inn í nýtt líf. Vér
höfum stritað til þess að öðlast það; vér höfum ekki
hlíft sjálfum oss; vér höfum ekki hlíft öðrum; vér höfum
engu hlíft nema hugsjóninni, sem fyrir er barist. Vér
berjumst og stritum enn þá þrátt fyrir hungur og þján-
ingar. Leggið oss lið í baráttunni gegn hinu forna skipu-
lagi og í viðleitni vorri lil þess að bj'ggja upp nýja þjóð-
félagsskipun. Leggið oss lið í baráttunni fyrir frelsi og
fögru lífi«.
Eftir meir en fjögurra ára blóðbað er ekki annað að
sjá en að hin vestlægari og suðlægari ríki í Evrópu hafl
sokkið ofan í gamla farið og að þeir, sem þar hafa látið
líf sitt í styrjöldinni, séu því »allir til ónýtis dauðir«. Alt