Eimreiðin - 01.01.1920, Page 52
52
ARNGERÐUR
[EIMREIÐIN
hefir verið sagt, að koma fyrir dómstól hennar til þess
annaðhvort að standa þar eða falla.
Snœbjörn Jónsson.
Arngerður.
Saga.
. . . Eg get ekki farið inn að
hátta, meðan lóan kvakar svona
yndislega suður í holtunum og
þrösturinn syngur glatt í birki-
vöxnu hrauninu. Petta kvöld er
hið fegursta, sem komið hefir i
sumar.
í morgun kom ferðamaður
framan úr Grundardal. Hann
sagði mér lát Arngerðar móður-
systur minnar. Eg hefi hugsað
um hana í dag, og nú stígur
minning hennar enn þá ljósar
fram í huga mínum, þegar
kvöldfriður er kominn og annir dagsins á enda. Lóu-
kvakið í vallarmónum, smáfuglasöngurinn í birkihraun-
inu, elfarniðurinn og roðinn yfir öllu rennur svo undar-
lega milt saman við endurminningu hennar. Hún var
barn dalanna. Nú breiðir kvöldskinið blæju yfir hana að
skilnaði, og dalafuglarnir syngja henni hugnæm, forn-
kveðin ljóð. En hún heyrir þau má ske ekki. Hún er, ef
til vill, sofnuð að fullu.
Eg veit það ekki.
Hitt veit eg og man, að hún var trygg og merk í orði
og verki.
Eg á margar myndir af henni í huga minum. Eg man
eftir henni þegar eg sá hana í fyrsta sinni og þegar eg