Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 55
CIMREIÐIN]
ARNGERÐUR
55
En eg sá hana aldrei gráta eða reiðast við nokkurn
«iann.
Arngerður móðursystir raulaði oft fyrir munni sér,
iþegar hún var að sauma eða taeta, heilar vísur eða
hálfar. Eg tók eftir því, að það voru oftast sömu vís-
urnar, sem hún hafði yflr, þegar hún sat þannig í næði
og vann. Eg lærði þær ósjálfrátt. Oft söng hún þessa
\dsu:
»Langt er síöan sá eg hann;
sannlega fríður var hann.
Alt, sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann«.
Stundum söng hún að eins helming einhverrar vísu og
«ndurtók hann oft með lágri, þýðri rödd, einkum þennan
*tökuhelming:
». . . Lengi eftir mæna má
manni á hvítum hesti«.
Eg spurði hana einu sinni, hvort hún kynni ekki alla
þessa vísu. Hún leit á mig, eins og henni kæmi á óvart,
að eg hefði tekið eftir því, sem hún kvað. »Nei«, sagði
■hún; »hinn helmingurinn er víst týndur; það týnist svo
margt«. Mér fanst hún klökk í rómi, þegar hún sagði
þetta. Svo fór hún að tala um, hvort mig langaði ekki í
herjamó. Mér fanst einhvern veginn, að henni myndi
■ekki geðjast að því, að eg væri að spyrja nana um vís-
urnar hennar. Eg gerði það heldur ekki aftur fyr en
löngu seinna.
Marga rólega kvöldstund sat hún á rúmstokknum mín-
um með prjónana sína og sagði mér sögur og þulur. Hún
'kunni margar sögur, en einkum voru það þó vikivaka-
kvæði og þulur, sem eg lærði af henni, því að hún kunni
•enn þá meira af kvæðum en sögum. Eg man, að hún
söng viss lög við sum þessi fornkvæði, en eg lærði lítið
af þeim. Mér þykir nú sárt, að eg skyldi ekki læra
meira af þessum lögum. Nú veit eg, að með Arngerði
tiafa týnst mörg falleg og fágæt þjóðlög. Eg hugsaði of
«eint um þetta. Á síðustu árum æfi sinnar misti Arn-
gerður mjög minni og hætti til að rugla saman kvæðum