Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 56
56
ARNGERÐUR
Ieimreiðin;
og lögum. En hún kunni fleira en þulur og vikivaka-
kvæði. Engan hefi eg heyrt fara betur með ljóðin úr Sæ-
mundareddu heldur en Arngerði. Hún kunni þau flest-
Vænst þótti henni um Helga kviðu og Sigrúnar frá Sefa-
fjöllum. Hún kendi mér kvæðið um hrafninn og Svíalín.
og Hagbarð og Signj'ju og mörg önnur ljóð í riddara-
kvæða-sniði.
Töluvert kunni hún líka af rímum, en henni þótti þær
ljótar sumar og sagðist ekki vilja fara með þær. Hún>
þoldi ekkert ófagurt eða óhreint. — Oft söng hún vísn
Víglundar:
»Stóöum tvö i túni«,
og fleiri einstök erindi úr íslendingasögum. Henni þótti
vænt um íslensku skáldin öll, gömul og ný. Eg heyrði
hana einu sinni segja, að sér þætti mest koma til Bjarna
Thórarensens; hann hefði verið hetja eins og fornskáldin.
Siðar skildi eg, að Arngerður sjálf var hetjulunduð og.
vitur; því var skáldskapur Bjarna að skapi hennar.
Mér fanst enginn kunna eins mikið og Arngerður, og
eg undi mér enn þá betur hjá henni en ömmu, þegar eg
var á Slórubrekkum, þrátt fyrir óljósan grun um, að hún>
væri ekki eins og annað fólk að öllu leyti.
þegar eg var sextán ára, sagði gömul vinnukona ömmu
minnar mér sögu Arngerðar. Þessi gamla kona var þá á>
heimili foreldra minna. Hafði hún fylgt móður minni úr
foreldrahúsum og dvaldist síðan hjá henni það, sem eftir
var æfinnar.
Sagan var á þessa leið:
»í Grundardal voru margar hraustar og fríðar heima-
sætur. Bæir í dalnum voru ekki mjög margir, en jarð-
irnar voru flestar stórar og bændurnir efnamenn. Það var
þvi enginn kotungsbragur á bændadætrunum. En syst-
urnar á Stórubrekkum báru samt af öllum ungum stúlk-
um í dalnum, einkum Arngerður. Hún var talin bestur
kvenkostur í Grundardal og þótt víðar væri leitað. Stóru-
brekkuhjónin þóttu fremri öðru bændafólki þar í dalnum,.
ekki fyrir það, að þeirra jörð væri stærri eða betri ei*
ýmsar aðrar jarðir í sveitinni, heldur vegna þess, að ein-