Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN]
MERKILEGAR MVNDIR
69
millum þeirra og æðri manna. Pessir höfðu uppteiknað og af-
málað hvað þeir sáu. Nokkrir af þeim reistu austur að Heklu-
fjalli og í Skálholt, gerðu skenkingar meira fólki og þeim öðr-
um, er þeim þénuðu. Amtmann Olafur sendi þeirra vegna mann
norður í Skagafjörð eftir surtarbrandi, hrafntinnu, glerhöllum
og til Hóla eftir nýþryktum bókum«.
Dr. Solander safnaði töluverðu af íslenzkum plöntum,
og er plöntusafn hans enn geymt í British Museum, eins
og kunnugt var áður og dr. í\ Th. getur um í Land-
fræðissögunni.
Uno von Troil ritaði síðan bók um ísland á sænsku.
Eru það bréf, er hann ritaði sænskum fræðimönnum:
»Brev rörande en resa til Island 1772«, prentuð i Upp-
sölum 1777. Hún kom og út á ensku þrem árum síðar.1)
Sir Joseph Banks varð íslandi síðar að liði. Þegar allir
vöruflutningar voru teptir hingað til lands vegna styrjald-
arinnar milli Dana og Englendinga rétt eftir aldamótin,
fekk Magnús Stephensen því til leiðar komið fyrir lil-
styrk hans, að enska stjórnin leyfði kaupmönnum að
flytja vörur milli Danmerkur og íslands. þessi ágætis-
maður átti stórkostlegt bókasafn og náttúrugripasafn og
gaf það alt eftir sinn dag þjóðsafninu í Lundúnum (Brit-
ish Museum). Er það þar enn nefnt Banks Collection.
Hafa myndirnar íslensku verið þar á meðal.
Eg spurðist fyrir um það, hve lengi myndirnar myndi
hafa verið þar í safninu, og var mér sagt, að þær hafi
þangað komið árið 1844. Er það alleinkennilegt, að þær
skuli hafa leynst íslendingum svona lengi. Landfræðissaga
dr. þ. Th. sýnir, að ekki hefir honum verið um þær
kunnugt. Ekki mun meistari Eiríkur Magnússon heldur
hafa vitað af þeim. Hann fór fyrstur manna með mér í
British Museum haustið 1899. Er mér enn minnisstætt,
með hve miklum fögnuði hann sýndi mér margt þar, t. d.
1) Lettcrs on Iceland containing Observations on the Civil, Literary, Ecclesia-
stical, and Natural History; Antiquities, Volcanos, Basaltes, Hot Spnngs; Cu-
stoms, Dress, Manners of the Inhabitants, etc. etc. Made during a Voyage under-
taken in the year 1772, by Joseph Banks, Esq. F. R. S. Assisted by Dr Solander,
F. R. S. Dr. J. Lind, F R. S. Dr. Uno von Troil, and several other Literary and
Ingenious Gentlemen. Written by Uno von Tioil D. D, etc. London MDCCLXXX,