Eimreiðin - 01.01.1920, Page 73
EIMREIÐIN]
MERKILEGAR MYNDIR
73
er hann sjálfkjörinn til slíks verks. Og svo segir mér
hugur um, ef dæma má nokkuð eftir því, hve stór skrá
er þar til í safninu yfir íslensk handrit, að einhver merki-
leg handrit muni finnast þar.
Bestar munu mörgum þykja myndirnar af dönsku hús-
unum í Hafnarfirði, af Skálholtsdómkirkju og af Skál-
holtsstað, svo og af sumum kvenbúningunum. Þær eru
sumar gerðar af frábærlegri nákvæmni. Eru vandlega
Skállioltsstaður.
sýndir allir litir á þeim — jafnvel á kögrinu á reiðhönsk-
unum, hvað þá annað.
Skálholtskirkjan er sú, sem Brynjólfur biskup Sveins-
son lét reisa árið 16501) og varði til alt að 50 þúsund
krónum. Stíllinn er eftirtektarverður og getur enn orðið
til fyrirmyndar. Hefir dómkirkja Suðurlands þá verið
fallegri í laginu en dómkirkja vor er nú. Hin eina mynd,
sem til var af henni áður, er sú, sem prentuð var í
Skírni 1905 (sjá ritgerðina »íslensk höfuðból« eftir Guð-
mund Magnússon) eftir gömlum uppdrætti úr safni Jóns
1) Kirkjusmíðin hefir án efa tekið mörg ár alls, en 1650 var hún »reist«, sbr.
frásöguna, sein prentuð er hér á eftir. Rits/j.