Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 75
EIMREIÐIN]
MERKILEGAR MYNDIR
75
«n Hannes biskup, sem var ant um staðinn, hefir viljað, að
fornar minningar geymdust, og þess vegna sett hússtæði og
rústir á uppdrátt sinn, sem áður höfðu staðið þar, ef menjar
sáust af þeim, þótt eigi væri þær sýnilegar á málverkinu«.
Eg ælla að spá því, að margir kaupmenn hér á landi
muni kaupa mynd af wdönsku húsunum« í Hafnarfirði,
þegar liún verður hér síðar á boðstólum. En mun þá
ekki líka marga bændur í hinu forna Skálholtsbiskups-
dæmi fýsa að eiga mynd af Skálholtsstað hinum forna
eða þá Skálholtskirkju, eins og hún var fegurst? Margt
lakara er hengt á vegg til prýði.
Frægð hins forna biskupsseturs mun lengi lifa, og góð
mynd viðheldur minningunni.
Haraldur Níelsson.
Viðbætir.
Eimreiðinni þykir vænt um að geta birt almenningi frásögn
prófessors Haralds Níelssonar um myndafund hans í Lundúnum
og telur hann mjög mikils varðandi. Vill hún og árétta, þótt
óþarft sé það kannske, áskorun prófessorsins, að gerðar séu
sem fyrst ráðstafanir til þess að fá myndirnar vandlega stældar
handa Þjóðmenjasafninu hér.
Hér eru nú prentaðar á eftir tvær frásagnir, þeim til gam-
ans, er njóta vilja, en hafa eigi handa milli þær bækur, sem
þær eru teknar úr. Hin fyrri (I.) er úr ævisögu síra Jóns Stein-
grímssonar, og segir hann þar frá því, er hann hitti ferðamenn-
ina í Hafnarfirði, því enginn vafi er á, að það eru þeir félagar
Sir Josephs Banks. Hitt (II.) er frásögn síra Jóns Halldórssonar
um það, er Skálholtskirkja sú, sem myndin er af, var smíðuð.
I.
1777') kom hér til lands prýðilegt engelskt skip. Á því skipi
•voru hálærðir náttúruspekingar til að skoða Heklu og ýmsa
náttúrlega fáséna hiuti. Eg var á ferð um þann tíma og kom til
-eins þeirra i Hafnarfjörð, því hinir tveir voru þá ei við. Mér
var þar inn boðið í stásstofu, hvar i var langt borð með annari
-hliðinni, og mátti þar þiggja vín og hvað eg vildi, því þeir voru
1) Rétt 1772, sjá hér aö framan.
M. J.