Eimreiðin - 01.01.1920, Page 76
76
MERKILEGAR MYNDIR
lEIMREIÐINf
höfðinglega sinnaðir. Á borðinu lá ein opin bók, á hverri vorir
ei annað en stryk og nótur að taka lög, á hverja eg leit. Túlk-
urinn, sem talaði dönsku, raunar islenzkur, spurði mig að, hvort
eg hefði lyst að heyra nokkuð, hversu þær melodiur léti, hverjvs
eg játaði og bað, eg mætti heyra það. Flettir hann upp bókinni
og bendir mér á visst danziag. Meistarinn, sem Múller’) hét, sezt
við efri borðsendann, tekur hljóðfærið og leikur lagið á það, en
8tta Eingelskir setjast í bekk á móti mér, taka þar undir, róa ú
hliðar og leika það sama með höndum og fótum, hart og lint:
stappandi þeim á gólfið, sem lagið gekk hátt og lágt, svo mér
fanst sem alt húsið léki og fyrir. Nær þetta hafði nokkra stund
geingið, sé eg, þeir horfa á mig og fara að hlæja. Eg fer að sjá
mig um kring, hvað það megi vera, og komst loks að, að þessi-
danz er búinn að hræra svo mína sansa og blóð, að eg er far-
inn að hræra mig og róa til og frá aldeiiis óvitandi, og þar með
set eg mig kjurran, og hætta þeir þá með lystugheitum, og segir
túlkurinn mér, þeir hafi verið að sýna kunnáttu sína og prófa
mitt eigið sinni.
Æfis. Jóns Stgr. (Sögurit X), Rvik 1913—16, bls, 298—299*
II.
Um byggingu á Skálholls dómkirkju og stað.
Við hvorutveggju tók M. Brynjólfur fornu og lirörlegu, en
uppbygði hvorttveggja stórmannlega og sterklega með miklum
kostnaði. Fékk og tilflulti ekki einasta þá beztu rekaviðu, sen»
hann kunni að fá, heldur og einnig bestilti hann utanlands frá
mikla viðu, svo anno 1646 kom hið síðara Eyrarbakkaskip nærri
fult með grenivið frá Gullandi, sem kostaði yfir 300 ríxdali og
hann ætlaði til kirkjubyggingarinnar. Alt stórviðið, stöplar, syll-
ur, bitar, sperrur og undirstokkar, var á ísum heim dregið, þá
akfæri gafst á vetrum, af stólslandsetum fyrir betaling og hverj-
um öðrum, sem til fengust. Fylgdi biskup dæmi Ögmundar bisk-
ups og hans skikki, að þeir úr Flóa og Ölvesi drógu stórtrén af
Eyrarbakka upp að klettunum fyrir utan Brúnastaðatún, e»
hinir, úr Grímsnesi, Tungum, Reppum og af Skeiðum, drógií
þaðan og heim í Skálholt. Pá hver dráttur var kominn heiro
yfir Jólavallargarð, skipaði biskupinn að bera hey út undir garð-
inn og mat á borð, svo undir eins, sem hestarnir gátu ei dregið
lengur áfram, lét hann sleppa þeim í heyið, og strax sem drátt-
armennirnir með aðstoð heimamanna höfðu komið trjánum í
kirkjugarðinn, skyldu þeir setjast til borðs. Gekst hann sjálfur
fyrir þessu. Hann fékk til kirkjusmíðisins hina beztu og kösk-
1) Réttara Miller. í förinni voru, eins og aður segir, tveir menn með pvt
nafni. Eðlilegt, að ruglaðist hjá sira Jóni, því Mullers-nafn var hér kunnugt, en-
liljóðið líkt. M. J.