Eimreiðin - 01.01.1920, Side 78
78
LESTRAR- OG ÆFINGASTOFUR
[EIMREIÐIÍÍ
kirkjunni meö LX álnum; er sagt sé sá goða eða stallahringur^
sem í forneskjunni var á Hofstöðum og hofgoðinn bar á hendi
og sór við hann sinn embættis og dómaraeið; en með kristn-
inni var hann hafður til Helgafells; mátti ei þaöan takast, nema
færi i Skálholt.
Biskupasögur Jóns Halldórssonar (Sögurit II), Rvik 1903—1910, I, bls. 264—267-
Liestrar- og
æfmgastofur háskólastúdenta
(laboratoria).
Eitt af því, sem eg hafði ásett mér
að skoða í ferð minni til Danmerkur
síðast liðið sumar, voru lestrar- og
æfingastofur stúdenta við Kaup-
mannahafnarháskóla, hin svo nefndu
»laboratoria« háskólans. Átti eg tal
um þetta við prófessor V. Ammund-
sen, og bauðst hann til að sýna mér
»laboratoria« guðfræðis- og heim-
spekisdeildar, sem hann hefði aðgang
að báðum.
Stofur þessar eru í Studiestræde 6,
í nýrri byggingu, er nefnist »Studiegaarden«. Var húsið
fullsmíðað og tekið til notkunar árið 1916. Er gengið inn
um port frá Studiestræde, inn í allrúmgóðan garð með
bekkjum, og þaðan til hægri handar inn í nýbygða húsið.
Verður þar fyrst fyrir manni rúmgóður gangur með ágætri
fatageymslu og veitingastofum, þar sein stúdentar geta
fengið kaffi og aðra algenga drykki með morgunmat sín-
um. Því algengt er, að stúdentarnir taki með sér morgun-
mat sinn, um leið og þeir á morgnana fara á háskólann,
til þess að þurfa ekki að eyða tíma sínum í að fara
heim til sín eða á matstað úti í bænum fyr en þeir hafa
lokið störfum sínum á háskólanum þann daginn.
Sig. P. Sivertsen.