Eimreiðin - 01.01.1920, Side 83
EIMREIÐIN]
LESTRAR- OG ÆFINGASTOFUR
83
Og ekki er öllu lýst með þessu. Því svo eru kenslu-
stofur háskólans fáar og sumar smáar, að hreinustu vand-
ræði eru fyrir sumar deildirnar að fá stofur til hinnar
nauðsynlegu kenslu.
Húsnæði háskólans er öllum kunnugum, bæði kenn-
urum og stúdentum, hið mesta áhyggjuefni, og má svo
búið ekki lengur standa.
Má óhætt fullyrða, að eigi kyrkingur ekki að koma i
þessa ungu mentastofnun vora, sé bráðnauðsynlegt að
afla henni sem fyrst betra húsnæðis en þess, er hún nú
er neydd til að sætta sig við.
Ríkið verður að koma upp nýrri háskólabyggingu eins
fljótt og unt er. Það er brýn nauðsyn, ef hin dýra menta-
stofnun á að geta notið sín til fulls, og auk þess hlýtur
þjóðarmetnaður vor að krefjast þess. þjóðin getur ekki til
lengdar látið sér sæma að láta æðstu mentastofnun sína
berjast við þau húsnæðisvandræði, sem hún nú á við að
búa. — En til háskólabyggingar þarf mikið fé, ef það
hús á að vera vel og sómasamlega úr garði gert.
Þess vegna þyrftu einstakir efnamenn að létta undir
með ríkinu, eins og víða tíðkast erlendis, þegar um þjóð-
nýtar stofnanir eða fyrirtæki er að ræða.
Eg skoðaði á síðastliðnu sumri háskólann í Glasgow
á Skotlandi. Dáðist eg að hinni fögru og tilkomumiklu
háskólabyggingu, sem reist var á árunum 1868—70, en
siðan hefir verið bætt við. Eg dáðist líka að hinum
miklu og dýru söfnum háskólans, sem eg að eins gat
skoðað að litlu leyti, því ef nákvæmlega hefði átt að
skoða þau, hefði þurft margfalt lengri tíma en þann, sem
eg og feiðafélagar mínir höfðum yfir að ráða. En eitt af
því, sem mest vakti eftirtekt mína, þegar eg var að skoða
þessa veglegu stofnun og kynna mér sögu hennar, var
það, hve einstakir menn með dánargjöfum sínum höfðu
lagt mikið fram til að prýða háskóla þennan og gera
hann sem best úr garði. Má þar uefna hinn háa og fagra
turn, sem gnæfir yfir bygginguna, 300 ensk fet á hæð; er
hann reistur árið 1888 fyrir arfleiðslugjöf. t*á er stærsti
samkomusalur háskólans bygður fyrir dánargjöf; er hann
*6