Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 85
EIMREIÐIN]
85
Góða nóttí
Endurminning um þýskan drenghnokka
eftir A. Thorsteinson.
Herdeildin mín hafði verið á stoð-
ugri göngu síðan um miðjan nóvem-
ber, er við lögðum af stað frá Mons
i Belgíu til Neunkirchen í Þýskalandi.
Þetta var þ. 7. des. 1918, og daginn
áður höfðum við farið yfir landa-
mæri þýskalands og Belgiu. í Belgíu
voru flögg á hverri stöng. I Þýska-
landi hvergi flaggað. í Belgiu litum
við að eins brosandi andlit. í Þýska-
landi var kuldi og gremja í hverju
andliti. Karlmenn og drengir heils-
uðu þó yfirforingjunum okkar að herinannasið. Og kven-
þjóðin horfði með undarlegu augnaráði á kanadisku her-
sveitirnar, sem daglega komu til lands þeirra.
Þann 7. desember var rigning. Vætan læddist gegnum
gatslitna skóna. Við vorum svangir og þráðum mat og
hvíld. Og það var í biðsalnum á járnbrautarstöðinni í
Halchlay, sem við hlutum hvorttveggja. Þessi járnbrautar-
stöð var utanvert við smáþorp nokkurt. Meginhluti her-
deildarinnar svaf hingað og þangað í þorpinu. En mér
og um tuttugu öðrum var sagt að sofa í biðsalnum á
stöðinni. Við komum þangað seint um kvöld, votir,
þreyttir og svangir. Hlýjan slreymdi á móti okkur. Eins
og hinir henti eg frá mér »úthaldinu« eða riffli, töskum,
skotfærum og öðru, er við bárum. Og innan fárra mín-
útna sátum við við glóðheitan ofninn — það var eini
rauðkynti ofninn, er við sátum við í marga mánuði, —
og reyktum úr pípunum okkar. Umtalsefnið var æfintýri
liðinna daga og það, sem við hugðum að myndi bíða
okkar á óförnum vegi. Er við höfðum setið um stund,
tókum við malpoka okkar. Sumir höfðu getað treint sér
A, Thorsteinson.