Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 89
EIMIŒIÐIN]
GÓÐA NÓTT
89
einn undir kápunni minni. Og er hann lagðist út af, var
hann sofnaður. Og er við vorum að festa svefninn, kom
margt fram í huga okkar, og eg beld, að saga og ferða-
lag drengjanna litlu hafi vakið eitthvað í sálum okkar
allra, eitthvað fallegt, sem erill daganna hafði svæft.
En á fáum minútum vorum við heima í draumum
okkar.
En það var að eins um stund, að við gátum notið
svefns og drauma. Hurðin var opnuð. Yfirforingi okkar
kom inn.
»Mér þykir leiðinlegt að verða að vekja ykkur, drengir!
En einhverjir af hermönnum okkar hafa verið á ferðalagi
í kvöld og heimsótt flest hænsnahús þorpspúa. Kjúklinga
og eggjaþjófnaður með öðrum orðum. Eg hefi skipun um
að leita hér. Mér þykir leitt að verða að gera það, en
skipun er skipun«.
Við kveiktum á olíulampanum.
Yfirforinginn og undirforingi, er með honum var, leit-
uðu. Kjúklinga fundu þeir enga. En einn litlu hnokkanna
vaknaði og reis upp við dogg.
Yfirforinginn leit á hann stórum augum, — svo á Dick.
»Korpórall!«
»Hér, herra!«
»Það eru strangar skipanir um, að hermennirnir séu
ekki í neinu sambandi við fólkið á þeim stöðum, sem
þeir dvelja á«.
»En þetta eru börn, herra! Þeir komu hingað svangir
og kal-dir«.
»Þeir verða að fara út. Þeir geta fengið að sofa ein-
hvers staðar annars staðar. Joe! Segðu þeim það!«
Og vesalings Joe varð að inna þá þungu skyldu af
hendi.
Yfirforinginn fór út. Hann var heiðursmaður, en hann
var fyrst og fremst hermaður.
Og Hannes litli sagði félögum sínum, að nú yrðu þeir
að fara af stað aftur.
Litlu hnokkunum vöknaði um augu.
Uti var rigning, og það var svo kalt.