Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 96
96
NÝR MYNDHÖGGVARI
IEIMREIÐIN
skýringa. Jón Sigurðsson er þar að brjóta okið af herð-
um þjóðarinnar, en hún neytir allra krafta til þess að
lialda frá sér gapandi eiturkjafti slðngunnar, sem er án
efa einokunarverslunin.
Nú er Guðmundur Einarsson farinn utan til frekara
náms á listaskólanum í Kaupmannahöfn. Væri nú ósk-
andi, að hann sæi sér fært að dvelja þar eins lengi og
þörf er á, því að undir því er mikið komið. Á hann
ýmsa góða að, sem vonandi er að ekki sleppi af honum
hendinni fyrri en takmarkinu er náð. Sé nokkuð að
marka af byrjuninni, þá verður nafn hans einhvern tíma
nefnt meðal þeirra, sem landi voru er sómi að.
M. J.
Fönnin og lækurinn.
Æfintýr.
Jurtin óx i lækjardraginu. Á daginn naut hún hlýju sólar-
innar, en á nóttunni næddi um hana kuldinn frá fönninni, sem
lá yfir fjallstoppinum. — wPessi fönn gerir út af við mig, áður
tangt líður«, sagði jurtin, pví að hún kendi henni og kulda
hennar eingöngu um það, að hún gat ekki tekið nema sáralill-
um þroska.
En einn dag hljóp vöxtur í lækinn. Hann flæddi upp um
bakka. Og hann sveiflaði ölduföldum sinum yfir jurtina. — Og
næstu daga fór jurtinni ótt fram.
Og lækurinn óx oftar og vökvaði þá ávalt jurtina, og jurtinni
hélt áfram að fara fram. — »Lækurinn er lífgjafinn minn«,
sagði hún.
En hún vissi það ekki, og það er óvíst, að hún hefði trúað
þvi, þótt henni hefði verið sagt það, að það var fönnin, sem
sendi lækinn og gaf honum þróttinn til að ná svona hátt.
Gunnar Benediktsson
frá Einholti.