Eimreiðin - 01.01.1920, Side 102
102
TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR ieimreiðin
segir t. d., að fangarnir eigi að geymast í þolanlegum
vistarverum, og telur þar til þurfa þriggja atriða:
1. að staðurinn sé þolanlegur, en ekki ógurleg neðan-
jarðar-vistarvera. Vitnar hann þar í lagaboð Karls V. frá
1532, hið svo kallaða »Carolina«, sem er um dauðasakir,
hvernig með þær skuli farið, og þar á meðal um galdra-
mál; en þar er þess krafist, að fangavistin megi alls ekki
vera svo, að hún ein fyrir sig sé hegning.
2. að fangarnir sé sem allra stytstan tíma í fangelsun-
um, og .
3. að fangavistin sé eingöngu gæsla, en alls ekki til
kvalar eða hegningar.
Hann krefst þess einnig, að þegar einhverjum hefir
verið varpað í fangelsi um sakleysi, þá skuli hann fá ríf-
legar skaðabætur. Eru til ýms skilríki fyrir því, að svo
hafi verið gert. En í galdramálum kom það reyndar
sjaldan til, því að það mátti svo heita, að þar væri
engin leið út úr fangelsinu nema út á bálið.
Auðvitað var mjög erfitt að fá þessum reglum fram-
fylgt. Það fór eftir skapferli hvers fangavarðar um sig,
og þeir urðu jafnan einráðir þar. Fór einnig fangavistin
mjög eftir því, hve þungur glæpurinn var, sem hver um
sig var sakaður um. Staða og virðing fanganna hafði og
áhrif á kjör þeirra. Þar stóð galdrafólkið verst að vígi.
Þeirra glæpur þótti svívirðilegastur. Þeirra kveini og kær-
um var síst ansað. Og allur fjöldi þeirra var umkomu-
lítið fólk, þótt æðri stéttirnar færu engan veginn varhluta.
Stundum var pyndingum beitt í fangelsunum. Fang-
arnir voru barðir með ólum og hrísvöndum. Sjóðandi
egg sett undir handarkrikana og annað slíkt »smávegis«.
Annars átti alt slíkt að fara fram í sérstökum klefum.
Er vér íhugum alt þetta og gætum þess, að sumir voru
þarna ár eftir ár, þá getum vér fyrst skilið það, að
sjálfur pínubekkurinn og bálið fór að verða minna aga-
legt í hugum þeirra, og sú löngun fór að eflast að geta
með einhverju, jafnvel með því að játa upp á sig alls
konar glæpi, losnað úr þessum kvalastöðum.