Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Side 109

Eimreiðin - 01.01.1920, Side 109
EIMREIÐINJ FRESKÓ 109 að sök. Fari hún ekki fyr, þá rekur þó að því, að hún fer til Cannes. Eg er yður sammála um, að hún hefði átt að giftast Vic., en það verður nú vist ekki héðan af. Hermione litla Latrobe er hér, og er orðin svo hlægi- lega »skotin« í Herbert of Wardell. Tabby stendur á því fastar en fótunum, að maðurinn, sem við höfum minst á, sé æfintýrariddari og klækjarefur og sé sí og æ að brugga launráð til þess að veiða Esmée og neyða hana til að giftast sér. En það er aumasti heilaspuni. Mér kemur maðurinn þannig fyrir sjónir, að hann sé heiðursmaður frá hvirfli til ilja. Ef Esmée vill fá hann með sér út úr danssalnum, er hann ávalt alls ófáanlegur til þess. Þau tala frönsku saman. Eg skil nú lítið í henni, en svo mikið skil eg, að eg held að þau séu oftast ósammála. Hermione veit um alt, sem þeim fer á milli, en hún er hál eins og áll, stelpan, þegar hún vill það við hafa. Eg er sannfærður um, að afskifti mundu gera ilt eitt. Yðar einlægur Llandudno. P. s. Tabby vill altaf láta beita valdi. Ja, hann Cairn- wrath sálugi, sá hefir einhverntíma átt ævina hjá henni. Það hafa mátt vera Paradísar-viðbrigði fyrir hann, að flytjast yfir um frá henni. En guð hjálpi honum, þegar hún flytst aftur til hans!!!« Hr. Hollys, Róm, til Llandudno lávarðar: »Kæri Llandudno! Þúsund þakkir! Þér hafið velt þungu fargi af brjósti mínu. Hin hágöfuga ekkjufrú Cairnwrath af Othwestry heldur altaf að allur heimurinn muni fuðra upp, ef einhver kveikir á eldspítu, einkum ef kveikt er á þeirri hlið stokksins, sem hún ekki telur rétta. Renzo er ágætismaður, það veit eg með vissu. Það er gamalt höfð- ingjablóð, sem rennur í æðum margra þessara ítölsku pilta, þó að þeir viti ekki upp á víst, hvaðan það er komið. Eg er alveg á yðar skoðun um það, að við verð- um að láta Esmée ráða. Fyrirgefið, hve illa þetta er skrifað. Eg sit nú með sveittan skallann að skrifa skýrslu um það, hve miklu sé eytt á ári hverju af tjöruhampi og öðru slíku á Englandi. Það ætti nú samt að vera verk ræðismannsins. Enginn hefir neitt með þessa skýrslu að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.