Eimreiðin - 01.01.1920, Side 109
EIMREIÐINJ
FRESKÓ
109
að sök. Fari hún ekki fyr, þá rekur þó að því, að hún
fer til Cannes. Eg er yður sammála um, að hún hefði
átt að giftast Vic., en það verður nú vist ekki héðan af.
Hermione litla Latrobe er hér, og er orðin svo hlægi-
lega »skotin« í Herbert of Wardell. Tabby stendur á því
fastar en fótunum, að maðurinn, sem við höfum minst á,
sé æfintýrariddari og klækjarefur og sé sí og æ að brugga
launráð til þess að veiða Esmée og neyða hana til að
giftast sér. En það er aumasti heilaspuni. Mér kemur
maðurinn þannig fyrir sjónir, að hann sé heiðursmaður
frá hvirfli til ilja. Ef Esmée vill fá hann með sér út úr
danssalnum, er hann ávalt alls ófáanlegur til þess. Þau
tala frönsku saman. Eg skil nú lítið í henni, en svo
mikið skil eg, að eg held að þau séu oftast ósammála.
Hermione veit um alt, sem þeim fer á milli, en hún er
hál eins og áll, stelpan, þegar hún vill það við hafa. Eg
er sannfærður um, að afskifti mundu gera ilt eitt. Yðar
einlægur Llandudno.
P. s. Tabby vill altaf láta beita valdi. Ja, hann Cairn-
wrath sálugi, sá hefir einhverntíma átt ævina hjá henni.
Það hafa mátt vera Paradísar-viðbrigði fyrir hann, að
flytjast yfir um frá henni. En guð hjálpi honum, þegar
hún flytst aftur til hans!!!«
Hr. Hollys, Róm, til Llandudno lávarðar:
»Kæri Llandudno! Þúsund þakkir! Þér hafið velt þungu
fargi af brjósti mínu. Hin hágöfuga ekkjufrú Cairnwrath
af Othwestry heldur altaf að allur heimurinn muni fuðra
upp, ef einhver kveikir á eldspítu, einkum ef kveikt er á
þeirri hlið stokksins, sem hún ekki telur rétta. Renzo er
ágætismaður, það veit eg með vissu. Það er gamalt höfð-
ingjablóð, sem rennur í æðum margra þessara ítölsku
pilta, þó að þeir viti ekki upp á víst, hvaðan það er
komið. Eg er alveg á yðar skoðun um það, að við verð-
um að láta Esmée ráða. Fyrirgefið, hve illa þetta er
skrifað. Eg sit nú með sveittan skallann að skrifa skýrslu
um það, hve miklu sé eytt á ári hverju af tjöruhampi og
öðru slíku á Englandi. Það ætti nú samt að vera verk
ræðismannsins. Enginn hefir neitt með þessa skýrslu að