Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Page 113

Eimreiðin - 01.01.1920, Page 113
EIMREIÐIN] FRESKÓ 113 skeytti ekkert um nautnir holdsins. En nú er eg hræddur um, að eg hafi ekki verið annað en eitt af þessum fífl- um, sem þykjast fyrirlíta það, sem þau ekki hafa. Þó er það mikill munur í loftslaginu okkar suður frá að þola harðréttið. t*ar þarf minna að eta og drekka, og tómt herbergi er ekki eins eyðilegt, þegar suðræna sólin fyllir það birtu og yl, og villivínviðurinn slöngvast um gluggagrindina. Og samt — það er ekki sældarbrauð að vera í Capúa, þegar hver morgundagurinn ber í skauti sér áhyggjur og erfiði og engin leið sýnist út úr krögg- unum. Trúið mér til þess, það eru ekki neinar ástar- sorgir vegna konu, sem koma mér til þess að kvíða fyrir þeirri stund, þegar eg á að fara héðan. Nei; það eru miklu Iægri tilfinningar og óskáldlegri, sem hefta hug minn. Eg er hvorki eins rólyndur né hafinn yfir öll ytri lífskjör eins og eg hélt, en eg er ávalt jafnþakklátur yður og ber jafna lotningu fyrir yður. Yðar —«. Charterys greifinna, Acornby í Salop, til signore Leonis Renzo, Milton Ernest: »Hvernig gengur með myndirnar? Skrifið mér hingað og segið mér, hvernig yður líður!« Leonis Renzo til háæruverðugs prests, síra Eccelino Ferraris: »Eg þarf að segja yður frá dálitlu, sem hefir æst huga minn og gert mér órótt innan brjósts, en ef til vill getið þér eytt þeim óróleika hjá mér, er þér fáið að heyra um það. Eg verð fyrst að segja frá því, að þegar greifinnan fór héðan, lét hún eftir hjá mér lyklana að lesstofunni og gaf mér ótakmarkað leyfi til þess, að ganga þar um allar hirslur og rannsaka bækur og gamlar prentaðar myndir, sem þar er mjög mikið til af. Þetta aðalsfólk í ætt hennar er nú ef til vill ekki sérlega listhneigt, en jarlinn gamli, Alured, sem móðir greifinnunnar erfði að aleigu hans, sýnist hafa safnað ýmsu, og næstum alt hér, sem að listum lýtur, er frá honum komið. Eg skoraðist undan því að taka við lyklunum, en hún lagði svo fast að mér og lét á sér sjá, að henni þætti mikið fyrir því, ef eg vildi ekki þiggja af henni þennan vott um full- 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.