Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 114
114
FRESKÓ
[EIMHEIÐIN
komið traust hennar á mér, svo að eg sá, að eg gat ekki
hafnað því nema móðga hana að óþörfu. En mér þótti
þetta mikill ábyrgðarhluti, enda sá eg, að umsjónarmanni
hússins þótti sér óvirðing ger.
En hví hefði eg átt að fyrirlíta slíkan vott vináttu og
trausts? Eg tók mig því til og notaði dimmviðrisdagana,
sem eru hér margir, til þess að raða öllu þessu safni í
lesstofunni. Teikningar eru hér margar (og sumar eftir
ágæta meistara), en allar á ringulreið, bæði eftir aldri og
efni, og sama er að segja um smámyndir og skartgripi.
Eg hefi haft þá venju að læsa þessari stofu, þegar eg
er þar ekki, og fyrir það hefir Sandon lagt á mig full-
komið hatur. í þessari þvögu af alls konar myndum eru
meðal annars teikningar eftir Alured jarl, en hann kvað
vera dáinn fyrir h. u. b. 30 árum. Þessar teikningar eru
tiltölulega mjög vel gerðar, þróttmiklar og sýna ágætt
listamanns-eðli. Ef hann hefði ekki verið aðalsmaður og
auðmaður, hefði hann líklega orðið frægur málari. Flestar
eru teikningarnar andlitsmyndir, og meðal þeirra er rauð-
krítarmynd af rómverskri stúlku. En andlitsfallið og svip-
inn þekti eg strax — það er móðir mín!
Að vísu er ekkert nafn skrifað á myndina, en seinna
fann eg í öðru umslagi þrjár aðrar teikningar af sömu
stúlkunni og enn eina mynd af henni, almynd af henni,
með vatnskrús á höfðinu. Pér segið nú ef til vill, að
þetta sé tilviljun ein; þær hafi verið svona líkar af því,
að báðar eru af sömu þjóð. Ef til vill. En ef við hugsum
nú um það, hvað er þá óhugsandi við það, að elskhugi
hennar hafi einmitt verið þessi maður? Viljið þér nú,
besti vinur minn! gera mér þann mikla greiða að segja
mér alt smávegis um móður mína, sem þessu gæti komið
við? Er ekkert kunnugt um það, hver var faðir minn?
Gerið það fyrir mig að segja mér alt um þetta og það
sem allra fyrst«.
Síra Eccelino Ferraris til Leonis Renzo:
»Eg svara bréfi þínu strax um hæl, elskulegi sonur
minn! En því miður veit eg ekkert meira um þetta, sem
þú spyr mig um, en það, sem eg hefi sagt þér oft áður.