Eimreiðin - 01.01.1920, Side 119
EIMREIÐIN]
RITSJÁ
119
ystu æsar einhver sérstök efni innan þessarar heildar. Og allir
þeir, sera þaö gera framvegis, vinna í skjóli dr. Jóns Aðils. Hann
hefir nú með þessari bók gert slíkt »smásjárstarf« mögulegt.
Ekki er nú hægt að segja, að efni þessarar bókar sé beinlínis
skemtilegt, því að bæði er það fremur þurt á köflum og auk þess
er einokunarverslunin ekki neitt glæsitimabil fyrir þjóð vora.
En þrátt fyrir alt þetta hefir höf. tekist að gera bókina svo að-
gengilega aflestrar, að eg veit fyrir mig, að eg las hana eins og
skáldsögu í einum rykk svo að segja. Hann hefir einstakt lag á
að brjóta hvert efni á bak aftur og neyða það til þess að falla
lesandanum i geð. Hann breiðir einhvern laöandi persónulegan
blæ jafnvel j'fir vöruskrár og verslunarsamninga. Rekkja þetta
allir af hinum fyrri bókum sama höfundar, því að hann er eng-
inn nýgræðingur í bókmentatúninu.
Annars get eg ekki neitað þvi, að eg hefi nokkru mildari
skoðun á einokunarversluninni eftir að hafa lesið þessa hók.
Aukin þekking mildar að jafnaöi dómana. Best hafa geymst
ýmsar verstu sögurnar af aðförum kaupmanna og illra stjórnar-
valda, en hins hefir siður verið getið, hvað fyrir mönnum vakti
með þessu verslunarfyrirkomalagi. Sést nú, að jafnvel bestu
menn hérlendir þorðu ekki að leggjast á móti verslunarhöft-
unum, heldur vildu að eins umbætur á einokunarversluninni,
og að stjórnin vildi af alhug, þegar á leið, styðja landsmenn til
réttra laga gegn hvers konar gerræði kaupmanna. Pá var og
verslunin langt frá ávalt jafnbölvuð og menn hafa haldið al-
ment.
Allir, sem nokkuð hafa gaman af íslenskum fróðleik, ættu að
fá sér bók þessa og lesa hana. Þeir munu sanna, að þeir fá fult
verð fyrir þær krónur, sem þeir láta fyrir hana — þó nokkuð
margar sé —, því að hér er á meistaralegan hátt sameinuð al-
þýðleg og lipur framsetning og strangasta vísindamenska og ná-
kvæmni. M. J.
Magnús Helgason: UPPELDISMÁL. Til leiöbeiningar barna-
kennurum og heimilum. Sig. Kristjánss. 1919.
Nafnið er fremur þurt á bragðið, en bókin er það ekki.
Kemur það heldur ekki á óvart þeim, sem eitthvað þekkja til
höfundarins, því að hann hefir leikið það að rita í hóp færustu
manna og vera snjallastur. Og fáir kennarar munu fá annað eins
nrð af lærisveinum sinum og síra Magnús Helgason.
Og hér kemur nú út á prenti dálítið af því, sem hann hefir
verið að tala við lærisveina sína í kenslustundunum. Höf. segir
i formálanum, að hann vonist til þess, að bókin verði ekki óvin-
sælli af barnakennurum fyrir það, þó að hún minni á gamlar
kenslustundir. Pað er talsvert djarft að segja þetta og gaman