Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 126
[EIMREIÐIN:
126 RITSJÁ
vandlátur við sjálfan sig. Pað hefir varla ómerkilegt kvæði kom-
ist inn í bókina.
Hann kallar bók sína Svartar íjaðrir. Pessar svörtu fjaðrir
eru Qaðrir brafnsins:
Krummi gamli er svartur
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina’ og himininn.
Krunk, krunk, krá.
Svívirtu’ ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólelsk hjörtu i sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum i sólskininu tjaldi.
Krunk, krunk, krá.
Sumum hvila þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja,
fljúga eins og svanirnir og syngja.
Krunk, krunk, krá.
Fegri tóna’ hann ekki á,
og aldrei mun hann fegri ná.
í kuflinum svarta hann krunka má,
uns krummahjartað brestur,
krummahjartað, kvalið af löngun, brestur.
Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina’ og himininn.
Petta er vafalaust tilfínning margra skálda — og margra lista-
manna. — Oll fegurstu kvæðin verða óort — vegna krumma-
hamsins, sem bindur og fjötrar. Hugsjónin, svanirnir, Ijómar og
laðar svo miklu hærra en kraftarnir ná. En þessi tilfinning er
ódáinsdrykkur listamannsins. Hverfi hún, þykist hann hafa náð
markinu, þá hefir hann líka náð því, og það er hegningin voða-
legasta, því að þá byrjar afturförin.
Pað hefir verið hneykslast á skáldaviðkomunni meðal yngri
kynslóðarinnar hér hjá okkur. Og eg get ekki annað en tekið