Verðandi - 01.01.1882, Síða 3
3
Kafli úr „Brandi“
eftir Henrik Ibsen.
þýðing eftir Hannes Hafstein.
fessi kafli er tekinn úr »Brand», ljóðleik eftir Henrik
Ibsen, mesta vandlætingaskáld Norðurlanda. Ætlun vor er
eigi svo mjög sú, að setja þennan kafla fram sem sýnishorn
af kveðskap Ibsens, heldur öllu fremur sú, að reyna að birta
á íslenzku fagran þátt úr fögru riti. «Brand» er það rit, sem
einna fyrst gjörði Ibsen víðfrægan, enda ber flestöllum saman
um, að það sje snilldarverk, hvað sem þeim þykir um stefnuna. —
Höfundurinn sýnir baráttu óbifanlegs vilja við lífið, eins
og það e r. Með því að látahöfuðpersónu sína, Brand, þreyta
fram með óhagganlegri staðfestu og óbifanlegri samkvæmni við
sjálfan sig, sýnir hann hve ótalmargt í lífinu, sem vanalega
virðist rjett og sjálfsagt, sje sífelld hlykkferð yfir beina strykið,
og hve trúin sjálf, náðin og friðþægingin, sje höfð að skálka-
skjóli fyrir hálfleik og hlykkferðir. Orðtak Brands og andtak
er: alt eða ekkert; til þess að ná hinu sanna og rjetta á
að fara beint, og sleppa öllum smákaupum og lausakaupum
við guð og sjálfan sig.
Til þess að skilja kafla vorn er nauðsynlegt að vita það,
er nú skal greina.
Brandur er prestur og kvœntur Agne'si. Hún hefur
sjálf helgað sig honum, hrifin af anda hans og nálega trúandi
á hann. J>au hafa átt dálítinn son, Álf að nafni, og hafa
bæði unnað honum mjög. En kuldinn og veðráttan þar nyrðra
í Noregi, er prestakall Brands liggur, liafa gjört barnið sjúkt,
og læknirinn hefur sagt þeim, að eina ráðið til þess að bjarga
1*