Verðandi - 01.01.1882, Page 10
10
HANNES HAESTEINX:
Agnes:
Heyr, Brandur minn, ó má jeg ei
hið minnsta færa hlerann hjer?
Rjett vitund mjaka? Má jeg?
Brandur:
Nei.
(fer inn)
Agnes:
Lokað — allt und læsing þokað!
lokuð jafnvel gleymsku höf,
kvein og andvarp læst og lokað, —
læstur himinn — bönnuð gröf.
Út mig fýsir, eg get ekki
anda náð við þessa hlekki.
Út! En hvert? Frá hæðum starir
harðlegt auga til mín strangt.
Má jeg, þótt á flótta fari,
flytja hjartans óðul langt?
Má jeg veg til flótta finna
frá þjer nákyrrð ógna minna?
(híustar við dyrnar hjá Brandi.)
Hátt ’ann les, og heyrir eigi,
hróp mitt fær ei til hans náð.
Engin huggun! Ekkert ráð!
Jólaguð er vel á vegi, —
að veita heyrn þeim láni gæddu,
börnum gæddu, farsæld fæddu,
heyra lofsöng, líta’ á dans —
lofsöngs tíð er nú og hans.
úi hann sjer, nje annt sjer lætur
um hve barnlaus móðir grætur.
(gengur hœgt að glugganum.)
Á jeg hindran frá að færa?
færa, svo að ljósið skæra
stökkvi nætur heljar húmi
hans frá dimma hvílurúmi?