Verðandi - 01.01.1882, Síða 33
UPP OG NIÐUR.
33
að prjedika fyrir hann þennan dag. Prestur þessi var
orðlagður ræðumaður, og mönnum var því heldur en ekki
forvitni á að heyra til hans.
Sá, sem á var yrt, var Gunnlaugur frá Hvammi,
stúdent á læknaskólanum. Söngurinn var nýbyrjaður.
Gunnlaugur stóð frammi við grindurnar og renndi augum
yfir kirkjuna, jafnframt því að hlusta á sönginn.
f að fór reyndar ekkert öðruvísi fram í kirkjunni þann
dag en aðra sunnudaga, þegar kirkjan í Reykjavík er fjöl-
skipuð, en fyrir Gunnlaugi var það nokkuð nýstárlegt, því
að það var æðilangt, síðan hann hafði verið þar síðast.
A umgirta svæðinu kringum orgelið var sungið dável,
enda voru þar ekki aðrir en úrvaldir gæðingar organistans.
Ruslið af syngjandi fólkinu sat hjer og þar um kirkjuna.
Einkum voru það skólapiltar, sem sungu í sætum sínum
uppi, sumir af því að þeir fundu það hjá sjer, að þeir voru
ekki svo miklir söngmenn, að þeim mundi eiginlega vera
leyfilegt að standa innan um miklu söngmennina, aðrir af
því, að þeir höfðu ekkert á móti því, að menn gætu sjeð,
hvað þeir væru ofarlega í sínum bekk. J>eir sem sátu á
óæðri bekk (að norðanverðu) sungu flestir diskant. Aftur
á móti voru þeir, sem að sunnanverðu sátu, flestir of
lærðir fyrir diskantinn og sungu bassa, einkum þeir, sem
voru dálítir kvefaðir.
|>ar á móti voru raddirnar, sem heyrðust upp á loftið
frá mannfjöldanum niðri, flestar kvennraddir. f>ær voru
margar og misjafnar; sumar skærar og veikar, eins og
hálfhræddar við að hætta sjer upp frá brjóstinu; sumar
hvellar, sterkar og ótrauðar, minntu dálítið áhljóðiní hnellinni
griðku, sem flýgst með ánægju á við fjörugan 14—15 ára
gamlan strák, og lætur sjer ekki allt fyrir brjósti brenna,
sumar voru egghvassar og skerandi; sú, sem helzt stýrði þeim
söngflokknum, sem þær raddir söng, var kona, sem var
orðlögð fyrir, að leika bezt á harmóniku í bænum; hún
geymdi vanalega að láta mest og bezt til sín heyra, þangað
til organleikarinn var að standa upp úr sæti sínu.
3