Verðandi - 01.01.1882, Page 34
34
EISAR HJÖRLEIFSSON:
Svona gekk með tvo fyrstu sálmana. Sálminn á eftir
guðspjallinu sungu færri. Kvennfólkinu niðri fór að verða
heitt; það tók hanzkana af hægri hendinni, leit á, hvað
hún var hvít og hörundið gljúpt og áferðarfagurt, leit svo
upp til grindnanna, eins og það væri að gæta að númera-
töflunni, með beru höndina á lofti, haldandi utan um
hanzkann, — og svo fór það að koma hanzkanum upp
aftur.
J>eir, sem sátu uppi við grindurnar, höfðu og ýmislegt
að gjöra. Sumir horfðu á hvítu hendurnar niðri og biðu
eftir því, að mæta augunum neðan að, þegar þeim væri
skotrað upp, og settu óðar upp bros út undir eyru, til
þess að þeir skyldu ekki verða of seinir; aðrir tóku upp gamla
rómanaræfla, sem þeir höfðu bögglað niður í vasa sinn,
áður en þeir fóru í kirkjuna; sumir mjökuðu sjer til í
sætunum, lögðu hendurnar fram á grindurnar og grúfðu sig
með andlitið niður í þær, til þess að láta renna í brjóstið
á sjer, meðan á ræðunni stæði; — og enn voru nokkrir,
sem ekki gátu sungið, af því að þeir hlökkuðu svo mikið
til að fá að vita, hvernig prestinum færist sú hátíðlega
athöfn, að stíga í stólinn í dómkirkjunni.
J>egar presturinn hafði blessað yfir fólkið frá altarinu,
varð Gunnlaugi litið framan í eina stúlku, sem sat niðri
og sneri sjer við og leit upp til söngflokksins um leið og
hún settist niður. Augu þeirra mættust oghonuiu syndist
stúlkan roðna. Honum fannst hann sjáifur roðna líka, og
honum fannst blóðið streyma harðar gegnum hjartað en
áður.
Honum sýndist stúlkan vera Sigurbjörg frá Hóli.
Hann hafði ekkert heyrt um suðurferö hennar, og átti því
enga von á að sjá liana þar.
þægar farið var að syngja útgöngusálminn, gekk hann
þegar ofan stigann, og staðnæmdist við grindurnar í gang-
inum. Hann ætlaði að bíða þar, til þess að vita, hvort
sjer hefði ekki missýnzt.