Verðandi - 01.01.1882, Side 36
36
EINAR HJÖRLEIFSSO.v.
verið allra bezti smiður, en nú var liann að iniklu leyti
hættur þeim, og farinn að njóta lífsins í næði; hann
kærði sig ekkert um að græða meira, og auk þess var
heilsan farin að bila.
«En það er satt, jegheflika fengið mjer dálítinn hlut,
síðan við sáumst síðast. í>jer getið víst ekki gizkað á,
livað það muni vera — jeg skal segja yður það, það er
brúða. Jeg hef samt ekki keypt hana hjerna í búðunum,
heldur fengið hana lengra að. Hafið þjer nokkurt gaman
af brúðum? Nei, það hafið þjer víst ekki, því að þjer eruð
vaxinn upp úr því að vera barn, og ekki vaxinn upp í það
aftur, eins og jeg. Hver veit þó, nema þjer hafið gaman
af að sjá hana. Sigurbjörg, Sigurbjörg».
«Já, já, jeg skal koma», var svarað í næsta herbergi
fyrir innan.
Ejett á eftir kom Sigurbjörg inn. Gunnlaugur stóð
upp og þau heilsuðust.
«Sko, þetta er nú brúðan. £>jer hafið annars kannske
sjeð hana áður. Hún er nógu falleg, sko; alveg eins og
hún móðir hennar — sko hárið —» hann tók í aðra
fljettuna og slengdi henni fram fyrir hálsinn, en hjelt í
annan endann — «þykir yður ekki skera nógu vel af
kolsvart hár við snjóhvítan háls? Og augabrýrnar, sko,
bogadregnar og svartar, alveg eins og á henni móður
hennar sálugu, augun dökk og líka alveg eins — og
varirnar, þær eru líka eins — liggja fast saman innst og
ytri barmarnir breiða sig svo dálítið út. Já hún móðir hennar,
hún var lagleg stúlka á hennar aldri. jþað var munur
eða jeg skinnið — jeg þótti ekki laglegur; þess vegna vildi
ekki heldur nokkur stúlka eiga mig — og hamingjan má
vita, hvort þær halda ekki þeirri þrákelkni fram til eilífðar
— þeim þótti höfuðið langt um of stórt og nefið öldungis
óþolafidi, hálsinn ofmjór og skorpinn, herðarnar of hengsl-
islegar, mittið of gilt, leggirnir of mjóir — þeir hafa nú
heldur aldrei burðugir verið — hann hristi fæturna á víxl, og