Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 43
UPP OG NIDUE.
43
ofnkrókinn og mjög stutt bil yar á miUi annars legubekks-
endans og ofnsins. Gunnlaugnr settist í legubekkinn þeim
megin, sem fjær var ofninum.
Sveinbjörn kvaðst hafa annríkt sem stæði og þurfa að
bregða sjer út í bæ. Eftir góða stund sagðist hann
mundu koma aftur, og þá gætu þau tekið til óspilltra
málanna. Eftir það fór Sveinbjörn gamli út.
( Jeg held mjer sje bezt að fara að kveikja-, sagði
Sigurbjörg og ætlaði að standa upp.
"Æ nei», sagði Gunnlaugur og færði sig í hinn
endann á legubekknum. «Jeger eins og draugurinn: mjer
þykir svo skemmtilegt myrkrið*.
«So?» sagði Sigurbjörg. «Jeg hef allt af haldið, að
þjer væruð ljóssins barn».
«Nei í myrkinu vil jeg helzt sitja hjá—»
«Hvað?»
Gunnlaugur þagði ofurlitla stund.
«Jeg ætlaði að segja, að mjer fyndist stundum það
eiga við mig, sem Ibsen segir:
«Ja över jeg engang et storværk,
sá blir det en mörkets dád.»
þ>au þógðu bæði dálitla stund.
«Ó hvað það er leiðinlegt, hvað fáar konur eruskáld»,
sagði Sigurbjörg svo.
- Hvernig dettur yður það í hug?»
" J>að er af því, að jeg ímynda mjer, að jeg mundi
skilja svo miklu betur það, sem kvennfólkið yrkti. þ>að
er svo margt í skáldskap, sem jegskilekki ogþar ámeðal
þetta, sem þjer höfðuð yfir».
«J>að hafa margar konur verið skáld», sagði Gunn-
laugur.
«þ>að getur verið, en jeg kann ekkert fallegt kvæði
eftir kvennmann», sagði Sigurbjfrg.
«í>á kann jeg eitt», sagði Gunnlaugur og hafði upp
ljettlega og þægilega erindið: