Verðandi - 01.01.1882, Page 47
UPP OG NIÐUft.
47
Kafiar úr brjefnra Gnnaíaugs til vinar hans.
1. brjef.
fú kvartar yfir að jeg sje hættur að lesa, og að það
gangi heldur ljótar sögur af mjer hjeðan úr Yík. þ>ú
segir að jeg muni ekki gæta að, hvað jeg gjöri, og hugsi
ekki út í skyldu þá, sem á mjer hvíli gegn guði og
mönnum. Jpjer skjátlast, kunningi. Jeg gæti einmitt vel
að, hvað jeg gjöri; jeg er hættur að lesa mína læknisfræði
og jeg nýt lífsins, eins og jeg gjöri, allt með yfirlögðu
ráði. Viðvíkjandi skyldunum skal jeg segja þjer það, að
jeg hef gjört upp reikninginn við þær, og samkvæmt þeim
reikningi á jeg töluvert hjá þeim; það, sem eftir stendur,
erjeg að taka lögtaki. Jeg veit reyndarekki, hvort blessað
mannfólkið viðurkennir rjett minn tilþessa lögtaks, enjeg
hef líka rekið mig á það, að það er svo sjaldan, sem
blessað mannfólkið viðurkennir rjett einstaklinganna
gagnvart einu og öðru, sem það einu sinni í sinni stór-
heimsku hefur slegið föstu. J>ú ert at tala um, að jeg sje
svo ljómandi vel gáfaður. Jeg tek á móti lofinu og færi
það inn í tekjudálkinn hjá mjer. Af minni miklu vizku
hef jeg líka fundið upp nýjan fagnaðarboðskap. Hann er
reyndar ekki svo nýr, að jeg hafi fundið hann upp fyrstur,
því jeg haf talsvert lesið um hann áður, en hann er nýr
fyrir mig og að mestu leyti fyrir þetta land. J>að er
nautnarinnar evangelium. Jeg hef valið mjer það starf, að
dansa frá einni nautn til annarar. Vín og konur, konur
og vín! J>etta eru einkunnarorð lífs míns, og eg endur-
tek þau jafnan á þennan liátt, af því að mjer er ekki
ljóst, hvort orðið hefur rjett til að standa á undan hinu.
Njóta! njóta! tæma nautnarinnar bikar í botn! Drekka,
drekka! teyga skál mannfólksins og heimsku þess í
munuðarinnar munngáti, í eiturteygum ástanna, í dauða-
sopum sakleysis og siðgæðis. pví jeg fyrirlít mann-