Verðandi - 01.01.1882, Page 51
UPP OG NIÐUR.
51
öldungis sama sem, ef einhver gengi vestur að Bráðræði
til þess að komast upp að Skólavörðu».
"Haldið þjer þá, að þjer hafið rjett til að hneyxla
aðra, af því að þjer eruð sjálfur trúlaus?».
«Mjer finnst jeg ekki hneyxla neinn, þótt jeg hafi
mína skoðun fyrir mig».
«En eftirdæmið, maður guðs og lifandi, en eftir-
dæmið. I'jer hafið undir engum kringumstæðum rjett
til, að gefa illt eftirdæmi, því að með því hneyxliðþjer æfin-
lega og þjer vitið, hvað Kristur segir um þá menn, sem
hneyxlunum valda».
Eg flýtti mjer að komast frá henni, því að jeg þorði
bókstaflega ekki að halda lengra út í þessa samræðu, því
að ef jeg hefði farið að sýna henni fram á að skoðun
hennar á þessu efni væri að öðru leytinu byggð á þeirri
vestu ómannúð, sem hugsazt getur, en að hinu leytinu
yrði guðrækniskröfum frelsarans til fjöldans, samkvæmt
þessari skoðun, fullnægt með lýgifórnum einstaklinganna,
þá hefði hún að líkindum sagt mjer upp húsnæðinu og
rekið mig út á klakann.
4. brjef.
Annan veturinn eftir að jeg varð stúdent, átti jeg eitt
kvöld að fara í samkvæmi; það var ekki boð, en embættis-
menn, borgarar og stúdentar komu þangað, þeir sem vildu
og höfðu efni á, Jeghirði ekkium að segjaþjer, hvernig
á því stóð.
Jeg hlakkaði til að vera í veizlu þessari, og nennti
ekkert að lesa um daginn, heldur fór að gæta vandlega
að fötunum mínum, hvort ekkert þyrfti við þau að gjöra,
festa hnapp, gjöra við saumsprettu, ná úr vínblettum og
þess háttar. pegar jeg hafði gætt að öllu þessu vel og
vandlega, fór jeg að ganga um gólf; svo varð jeg þreyttur
á því, settist niður og fór að horfa út um gluggann.
4*