Verðandi - 01.01.1882, Síða 55
UPP OG N1I>UR.
55
J>ú töfrandi, titrandi glaumnr,
þú nautnanna dísljúfi draumur,
þú varst minn kveldvindur, þá mjer var heitt.
— Og þó ert þú ekki neitt./
Báran við ströndina hoppar og hlær.
Sá hlátur er ljettur og blíður og tær,
er kyssandi’ hún hnígur í sjálfa sig
með seiðandi, töfrandi, ljúflings máli,
sein verður þó að þvi versta táli,
ef einhver í gáleysi gengur þann stig;
svo hoppandi, leikandi líður að eyra
fiskimanni, sem stefnir að strönd,
sem hlátur, er fyrrum hann fjekk að heyra,
meyjar, er gaf ‘ann hjarta’ og hönd —
en báran er orðin björg hans og líf,
að bálvondri kerlingu’ hið fagra víf.
x>ú töfrandi, titrandi glaumur,
þú nautnanna dísljúfi draumur,
þú varst mjer hlæjandi bárudjúps barmur
þar drukknaði’ í hvert sinn minn kerlingarharmur;
þú svalaðir, hvíldir, er sál mín var þreytt,
og samt ert þú ekki neitt.
Far vel, þú fleygings-líf,
þú fossandi vínanna straumur,
þið bláeygu brosmildu víf,
þú töfrandi, titrandi glaumur,
þú nautnanna dísljúfl draumur.
|>ú gafst mjer það allt, sem þú áttir,
þú tókst allt, sem taka þú máttir.
Jeg elska þig sífellt, — en sál mín er þreytt.
— Og svo ert þú ekki neitt.
í>að er ekki farið að bera svo sjaldan við, að jeg
finni til einliverrar líkrar tilfinningar og jeg hef sett