Verðandi - 01.01.1882, Qupperneq 74
74
BERTEL E. Ó. þORLEIFSSON:
skánina; frúin laut niður og dró að sjer slóðann; komu
henni þá í hug orð Heines skálds, þar sem hann segir:
«hún var eins og sykurbrauð í saur fallið».
J>ær fóru að talast við. Yiðræðan fór eins og þess
háttar viðræður vanalega fara. Ríkur skilur ekki fátækan
og fátækur ekki ríkan, ef hvor um sig talar svo, sem
honum er tamast.
Konur þessar hefðu því aldrei skilið hvor aðra, ef þær
hefðu talað, sem þeim var bezt lagið.
Fátæklingurinn þekkir ætíð mun betur á auðmanninn,
heldur en auðmaðurinn á hann og þess vegna temur fá-
tæklingurinn sjer oftast sjerstakt málsnið, sjerstakt tungu-
tak; reynslan kennir honum það, og því beitir hann þá,
er honum þykir nokkuru skipta að verða skilinn, það er að
segja, skilinn svo, að auðmanninum komi í hug, að víkja
einhverju að honum; ella farast þeir á mis.
f>etta málsnið var fátæku konunni mjðg vel lagið.
í fám orðum tókst henni að setja frú Warden fyrir sjónir,
hvílíka eymd hún ætti við að búa. Hún átti tvö börn,
dreng á fimmta ári — hann lá á gólfinu — og ungbarn
á brjósti.
Frú Warden varð starsýnt á barnskepnuna; það var
svo skinið og grátt í gegn, að henni gat ómögulega skil-
izt, að það væri þrettán mánaða gamalt. Henni varð, að
bera það saman við dólpunginn sinn heima í vöggunni,
sem var ekki nema sjö mánaða gamall, en ríflega helm-
ingi stærri.
Barnið verður að fá eitthvað styrkjandi», sagði hún.
f>að vakti fyrir henni eitthvað eins og <• barnahveiti« og
•• aldinsafi».
í því hún sleppti orðunum •• eitthvað styrkjandi >• kom
höfuð eitt, dúðað mjög, upp undan rúmleppunum; höf-
uðið átti karlmaður; var hann fölleitur mjög og augun
innsokkin og hafði vöðlað stórum ullarklút um kjálkana.
Frú Warden varð bilt við og spurði ósjálfrátt: «Er
það maðurinn yðar»?.