Verðandi - 01.01.1882, Page 103
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
103
«Mig langar ekkert til að giftast. Ef guð gefur mjer
heilsuna aftur, þá tek jeghana Jónu mína litlu, og svo vona
jeg til, að jeg geti verið ánægð, þegar jeg hef hana hjá
mjer«.
«Taka hana Jónu litlu; þú heldur kannske, að hún
puríður mín sleppi við þig barninu, sem hún er búin að
taka ástfóstri við, og láti það flækjast með þjer úr einni
vist í aðra. Nei, þú þarft ekki að vonast eftir því; annað
mál væri ef þú giftist ráðsettum manni, þá væri líklegt, að
hún sleppti barninu við þig og meira að segja gæíi þjer
heiðarlega með því. Ekki er að tala um rausnina hennar
blessunarinnar».
«I>að á þó ekki að taka frá mjer barnið mitt, og lofa
mjer aldrei að sjá það», sagði Anna um leið og tárin
hrundu niður á hendur henni.
«Taka frá þjer, — hvaða dæmalaust vanþakklæti við
guð og góða menn. Kallarðu það «að taka frá þjer» að
ljetta af þjer ómaganum, og ala hann upp eins og fyrir-
manns barn. paö er ekki von að vel fari fyrir þjer, Anna
mín, með þessum hugsunarhætti; vanþakklæti og sjálfbyrg-
ingsskapur eru engum manni til farsældar».
Gróa stóð nú upp og gekk til bæjar, en á leiðinni
sneri hún sjer við, og kallaði til Ö.nnu:
«pú ert nú komin á þann aldur, að þú ættir að sjá,
hvað þjer er fyrir beztu, einkum ef þeir, sem eldri og
reyndari eru, sýna þjer fram á það. Mundu eftir því».
V.
Hrauni, 15. júlí 1880.
Elsku Jón minn!
Jeg sezt nú niður og fer að skrifa þjer, af því að mjer
leiðist svo ógnarlega, að fá aldrei að sjá frá þjer línu. En
þú hefur náttúrlega svo mikið að gera og margt að hugsa,