Verðandi - 01.01.1882, Síða 105
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
105
Svo ert þú að fara fram á það, að jeg fari að jeta ofan í mig
aftur allt, sem jeg talaði við þessa skepnu, þegar jeg komst
að breytni hennar og rak hana af mínu heimili, og stingur
upp á því, að jeg leyfi henni að koma hingað, til þess að
finna telpuna ykkar. Jað er auðsjeð á öllu, að þú hefir
nógu snemma orðið faðir; ertu svo blindaður, að þú ætlir
að láta þá skepnu taka þátt í uppeldi barnsins?. Nei,
hún Anna þín skal ekki koma inn fyrir mínar dyr, meðan
jeg er ofan jarðar, en barnið þitt skal jeg eftir veikum
kröftum ala upp eins og kristinni konu sæmir. Svo er
úttalað um það mál.
þ>ú segir líka í brjefi þínu, að þú vegna forboðs míns
hafir ekki svarað brjeíi Önnu. |>á ætla jeg nú að talavið
þig hreint og beint um allt þetta, sem okkur fer á milli,
sonur sæll. Eins og jeg sagði þjer, þegar við töluðum
saman hjer heima, þá er jeg ekki skyldug til að láta þjer
éftir eitt skildingsvirði af reitum mínum. þ>etta litla,
sem þú erfðir eftir föður þinn, ertu löngu búinn að út-
taka, og get jeg gefið þjer fullan reikning fyrir því. I
lifandi lífi mínu get jeg gefið allt mitt burtu, eins og það
er, og því hótaði jeg þjer að gera, ef þú ljetir ekki að
orðum mínum, og hættir með öllu að hugsa um þessa
Önnu. Á síðasta brjefi þínu sje jeg, að þú ert fjarri því
að vera hættur að hugsa um hana. þ>ú tekur á móti
brjefum frá henni, og ert svo í brjefum til mín að lialda
fram hennar máli, á móti mjer, móðurmyndinni þinni. Nú
skal jeg segja þjer það, sonur sæll, að jeg er farin að eld-
ast, og get burtkallast á hverri stundu; þetta stímabrak,
sem jeg hef staðið í fyrir þínar sakir, hefur líka allt annað
en lengt daga mína. Falli jeg frá nú sem stendur, erfir
þú allar þessar reitur, sem jeg læt eftir mig. En jeg segi
þjer það með sanni, sonur, að ekki skal þjer lánast að bíða
rólega eftir dauða mínum, svo að þú getir þá sóað út arf-
inum eftir mig í sambúð við ráðlausa og blygðunarlausa
sveitastelpu. Jeg hef marga nótt vakað til þess að hugsa