Verðandi - 01.01.1882, Side 116
116
GESTUR PÁLSSON:
pað var ekki nema eitt augnablik; hún fór út, lok-
aði bænum á eftir sjer, og bljóp út í myrkrið, eftir niðnum
í ánni.
Loksins datt bún; bún þoldi ekki að hlaupa og nú
var bún orðin örmagna. Hún lagðist niður á þúfu, sneri
sjer upp í loft og ljet regnið lemja sig í framan.
Hún hresstist við það, svo að hún gat staðið upp og
svo hjelt hún áfram; en hún gat ekki hlaupið, hún gekk
hægt og hægt; hún var orðin gagndrepa, og pilsið hennar
lamdist og vafðist um fætur henni í óveðrinu. Stormur-
inn ljek sjer að gula hárinu hennar, fleygði því til og frá,
barði því framan í hana og kastaði því svo aftur á bakið.
En hún tók ekki eftir neinu og fann ekki til neins.
«Drukkna í Laxá, drukkna í Laxá», hljómaði í sífellu
fyrir eyrum hennar.
Hún nam staðar. Hún var komin að ánni.
Hún sá í myrkrinu, hvernig áin svall og streymdi fyrir
framan fætur hennar. Skammt frá henni var hringiða og
gaus upp snjóhvítum öldunum, sem urðu einhvern veginn
enn voðalegri og draugslegri í náttmyrkrinu. Áin flóði yfir
bakkana og kastaði endrum og eins stórskvettum upp á
grundirnar, eins og til að vita, hvað hún gæti náð langt.
Anna stóð á bakkanum og horfði út í ána. Hún
nötraði af kulda; hún hafði farið berhöfðuð að heiman, og
hárið var nú orðið alvott, og regnið rann í straumum
niður eftir andlitinu.
Hún settist niður og einblíndi út á ána.
«Drukkna í Laxá, drukkna í Laxá».
Hún mjakaði sjer eftir bakkanum nær ánni, svo horfði
hún niður fyrir fæturna. pað var ekki nema eitt fet að
ánni.
Hún stökk upp, horfði út í strauminn og stóð kyr
svo sem eitt augnablik. Svo lokaði hún augunum og
fleygði sjer áfram.
Eftir litla stund kom nábleikt höfuð upp úr hringið-
unni. «Hjálp, hjálp!» var hrópað með örvæntingu út í