Verðandi - 01.01.1882, Page 122
122
GESTUR PALSSON:
æsku, enda hefði hvorugt nokkuru sinni brugðizt henni.
oHún var alin upp á sveit, og svo var hún svo lánsöm,
að komast á hið siðprúða og kristilega heimili rausnar-
konunnar furíðar á Borg, sem er sannkallað kærleiks-
heimili þessa hjeraðs. Með móðurlegri elsku umbar
þessi heiðurskvinna allan veikleika og breyzkleika hinnar
látnu systur vorrar. Hún sýndi hið stakasta umburðar-
lyndi, og sonur hennar hina stökustu rækt i því máli
Önnu heitinnar, sem margir aðrir mundu hafa snúizt
öðru vísi við. þ>að var auðvitað, að hún bar ekki lengur
gæfu til, að vera hjá velgjörðamóður sinni; en að
kristilegur kærleikur og ræktarsemi þeirra mæðgina
hafi fylgt henni alla leið, um það ber þessi vandaði síð-
asti bústaður vott, sem nú bráðum á að síga ofan í gröfina.
Um það ber öll þessi umönnun vott, sem hjer er sýnd
hinum jarðnesku leifum hennar. Öll manngæzka er tak-
mörkuð af lífinu; enginn mannkærleiki nær til jarðnesku
leifanna, sem orðnar eru herfang dauðans, því þær eru
ekki lengur menn, heldur að eins lík. þ>á tekur hinn kristi-
legi, hinn ekta kristilegi kærleiki við; hann er það, sem
býr um hinn síðasta hvílubeð, lætur sannleikans orð hljóma
þar í síðasta sinn, og breiðir svomoldina, hina vígðu moldina
ofan á hina látnu. Já, mínir elskanlegu bræður, það er
hinn sanni kristilegi kærleiki, sem hjer vinnur eitt elsku-
verkið, því hann er það og hann einn, sem tekur út yfir
dauðann, út vfir gröf og dauða. Amen».
Jón bóndi hlýddi með mesta athygli á ræðu prests,
allur efi hans og veikleiki hvarf eins og mjöll fyrir sólu,
undir ræðunni. það var eins og prestur hefði valið hvert
orð, til þess að kippa sálarástandi hans í rjett horf, sýna
honum viliu þá, sem hann hefði vafið sig inn í, og sanna
honum í embættisnafni, að þegar skoðað væri frá hinu
eina sanna sjónarmiði, þá væri allur viðurgjörningur þeirra
mæðgina hinn eini rjetti, og fullur af kristilegum kær-
leika.