Verðandi - 01.01.1882, Page 136
136
HANNES HAFSTEINN:
Heill sje þjer þú fagri fjörður, ijöllum girtur, varinn sæ,
vötnum skreyttur, vættum geymdur, vertu sólu kysstur æ.
Og nú fer jeg ferðar minnar, flýti mjer að gista þig,
dalur, þú með fjallafaðminn, faðmi þínum vefðu mig.
VI.
Dm Hólminn.
Jeg veit ei hvar hægt er að hleypa á sprett,
ef hjer er ei skylda að kvika,
og langt er nú síðan það lögmál var sett,
að ljótt sje í rjettu að hika.
Jjyí skellum á skeið
á skínandi leið,
þótt skröggarnir nefni þeysireyð.
Ef færðin er torveld, þá förum vjer stillt,
og færustu kaflana sneiðum,
og förum af baki, ef bratt er og illt,
og blessaða klárana leiðum.
Ef skeið-flöt jeg finn,
sem framrjetta kinn,
þá fær hún og hófakossinn sinn.
Að komast sem fyrst, og að komast sem lengst,
er kapp þess, sera langt þarf að fara.
Vort orðtak er fram. Hver sem undir það gengst
mun aldregi skeiðfærið spara.
Og færið er hjer,
og óvíst er
hvort oftar að skeiða fáum vjer.