Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 4
6 Hvað er um að rœðal — Er ekki þetta allt í lagi? Þannig mun margur bóndinn spyrja. Og í augum bænda yfirleitt, mun tilraunin dæma djúpplægingu með Skerpiplóg mjög úr leik, sem óþarfa og sem kostnaðarauka við ræktunina. I lok frásagnar skýrsl- unnar um erlenda reynslu af djúpplægingu, er sem sé sagt umbúðalaust: „Djúpplæging er dýrari en venjuleg plæg- ing og á því einungis rétt á sér, þar sem allar líkur benda til að uppskeruauki verði nokkur.“ Uppskeruaukinn við djúpplæginguna í tilraun þessari, meðaltal 6 ára, 1.6 hestar af ha, er sannarlega ekki álitlegur til að greiða „dýrari“ plægingu. Enn fremur leiðir tilraunin í ljós, að hið djúp- plægða land vill missíga nema miklu sé til kostað að jafna flagið vinnsluárin. Já, hvað er um að ræða? Hér er sannarlega mikið um að ræða, mikil mistök við Skerpiplæginguna og undarlegt við- horf til ræktunarmála, við tilraunina alla. Mistök og viðhorf er allt í samræmi hvað við annað. Til- raunalandinu er meðal annars lýst þannig: „Landið hefur þornað illa við framræsluna, og uppskera á því hefur alltaf verið rýr.“ „111 var þín fyrsta ganga“ sannast þar. Athugum svo vinnubrögðin við nýræktun þessa. Fyrst hina venjulegu plægingu. Hin illa ræsta mýri er plægð, herfuð og tætt, bor- inn á tilbúinn áburður einvörðungu, og þar með er ræktun lokið. Þetta er kallað rœktun, já, það er fljótaskriftar harka- rœktun sú, sem því miður hefir verið svo að segja alls ráð- andi um land allt á undanförnum árum, blessuð af ráða- mönnum og ríflega styrkt af ríkisfé. Þetta er „ræktunin“ sem annar af tveimur reyndustu til- raunamiinnum vorum, Ólafur Jónsson, fer um svofelldum orðum: „Mikill hluti af nýræktum okkar er einungis hálf- ræktun eða ekki það. Yfirborð þeirra hefur verið jafnað og tætt en svo lokað með grasfræsáningu jafnskjótt aftur, svo grassvörðurinn er ekkert annað en ólseigt torf. Gróðurmold, í þess orðs réttu merkingu, fyrirfinnst ekki.“ (Ársrit Rækt- unarfélags Norðurlands 1964, bls. 12). Og tilraunastjórinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.