Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 5
7 segir meira: með peim rœktunaraðjerðum, sem hér eru allsrdðandi, verður ekki órœktarjörð breytt í það horf að verðskuldi nafnið rœktun.“ (Sama rit, bls. 7). Það er sannarlega furðulegt, að forráðamenn Bændaskól- ans á Hvanneyri, með háskóladeild og víðtæka tilraunastarf- semi, skuli nú á 7. tug þessarar aldar fást við nýræktar-til- raunir með slíkum hætti, nema ef það væri til viðvörunar, til að sýna hvernig ekki ber að haga störfum við að rækta teig til töðu. Að efna til slíkrar harkaræktunar, til viðmið- unar, er reyna skal nýja ræktunarhætti, er vitanlega hrein- asta fjarstæða. En hér er allt á sömu bókina lært. Aðfarirn- ar við ræktun djúpplægðu reitanna í tilrauninni taka þó út yfir allan þjófabálk. Mýrin, sem „hefur þornað illa við fram- ræsluna“, plægð einu sinni með Skerpiplóg, tætt og/eða herfuð, borinn á tilbúinn áburður og sáð grasfræi, og þar með er ræktuninni lokið. Að tilraunamenn skuli láta sér slíkt til hugar koma, hvað þá að framkvæma það og kalla rœktun, er meira en furðulegt. Jaðrar það ekki við blekk- ingar að standa þannig að verkum „til að varpa ljósi á áhrif djúpplægingar með Skerpiplóg á jarðvegoguppskeru.“ Sanni nær virðist að telja þetta aðgerðir til að varpa skugga mis- skilnings og vanmats á djúpplægingu með Skerpiplóg. Aður en mér barst liin umrædda Hvanneyrarskýrsla, um Tilraun með jarðvinnslu, var mér ókunnugt, að nokkrum manni fróðum um jarðvinnslu og jarðrækt hefði dottið í hug sú fjarstæða að vinna land til ræktunar aðeins með því að plægja það einu sinni með Skerpiplóg, og herfa svo eða tæta plægjuna á eftir í eitt skipti fyrir öll. Hitt vissi ég, að Skerpiplógurinn hafði verið misnotaður þannig hér og þar um landið, sennilega mest vegna vöntunar á greinagóðum leiðbeiningum um jarðrækt, og hinar þrálátu áráttu bænda og margra framámanna í ræktunarmálum að beita skemmri skírnar aðferðum við nýræktun. Hvað sem því líður kemur það úr hörðustu átt er tilraunamenn á Hvanneyri taka upp slíka ræktunarháttu í tilraunum sínum, ræktunarháttu og vinnubrögð við jarðvinnslu, sem eru full fjarstæða og fá- vizka. Önnur skilgreining á þessu fyrirbæri verður vart
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.