Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 29
31
TAFLA 4. Reiknaður meðalkjötþungi eftir einlembu,
tvílembu og vegið meðaltal eftir á, kg.
Stofn Einlembur Tvílembur Vegið með- altal kjöt eftir á Kg
% Kjötþungi % Kjötþungi
i 39 17,8 61 27,9 24,0
2 58 18,0 42 28,2 22,3
3 36 18,2 64 28,6 24,9
4 26 17,3 74 27,0 24,5
5 44 17,1 56 26,9 22,6
Meðaltal . -i0 17,7 60 27,7 23,7
Nú hafa verið miklar sveiflur á meðalfallþunga lamba
frá ári til árs, svo að ef reikna á einkunnina fyrir meðal-
fallþunga yfir í kg kjöts, verður útkoman breytileg, eftir því
hvaða ár er lagt til grundvallar.
Hér hefur sú leið verið valin að nota sem grundvöll með-
alkjötþunga eftir einlembu og tvílembu fyrir allt tímabilið,
sem um er að ræða, þannig að meðaleinlemban á búinu þetta
tímabil hafi fengið einkunnina 5,0 fyrir 17,9 kg kjöts, en
meðaltvílemban á búinu einkunnina 5,0 fyrir 28,0 kg kjöts.
Nú er meðaleinkunn ánna í stofntilrauninni 4,87, þannig
að meðalærin í stofntilrauninni er talin skila 17,7 kg kjöts,
þegar hún er einlembd, en 27,7 kg kjöts, þegar hún er tví-
lembd. Út frá þessum tölum ásamt frávikum stofnanna frá
meðaltali í einkunn og meðalfrjósemi stofnanna hefur síð-
an verið reiknað kjöt eftir einlembu, tvílembu og eftir á,
sjá töflu 4. Þess ber að geta, að við þessa útreikninga hefur
ekki verið gert ráð fyrir mismunandi lambavanhöldum frá
einum stofni til annars, heldur tekið vegið meðaltal af ein-
lembum og tvílembum eftir frjóseminni við burð.
Útkoman úr útreikningunum í töflu 4 er sú, að ærnar af